Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 6
8 en félagi getur hver sá orðið, bæði utan lands og inn- an, sem uppfyllir skilyrði 5. gr. 8. gr. falli burt: 9. gr. Fyrsta málsgrein orðist svo: * Félaginu stjórna fulltrúar og félagsstjórn. Hver deild hefir rétt til að senda einn fulltrúa á fundi fé- lagsins fyrir hverja 20 félagsmenn og helmingsbrot eða meira, en auk þess hafa formenn búnaðarsambanda og búnaðarþingsfulltrúar í Norðlendingafjórðungi rétt til að sitja fundi félagsins sem reglulegir fulltrúar. Aftan við greinina bætist: Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en fulltrúar einir og félagsstjórn atkvæðis- rétt. 10. gr. — Fundir skulu haldnir til skiftis í sýslun- um o. s. frv. falli burt. 14. gr. falli burt. 16. gr. orðist svo: Lögum þessum má eigi breyta nema á aðalfundi og þurfa % mættra fulltrúa að greiða atkvæði með breyt- ingunum til þess að þær öðlist gildi. Framanritaðar tillögur laganefndar með tilliti tii starfseminnar á yfirstandandi ári voru að loknum um- ræðum samþyktar með öllum atkvæðum. 9. Fór fram kosning tveggja manna, er ásamt stjórn Ræktunarfélags Norðurlands eiga að semja uppkast að lögum fyrif hið væntanlega búnaðarsamband. Kosningu hlutu: Davíð Jónsson hreppstjóri, Kroppi, með 8 atkv. Kr. H. Benjamínsson bóndi, Tjörnum, með 7 atkv. 10. Framtiðarstarfsemi félagsins og fjárhagsáætlun: Framsögumaður fjárhagsnefndar, Davíð Jónsson, Kroppi, gerði grein fyrri starfi nefndarinnar. Hafði

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.