Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 9
11 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og Norður-Þingeyinga til 4 ára. Ár 1934 kjósi Búnaðarsamband Skagfirðinga og Búnaðarsamband Húnvetninga sinn fulltrúann hvort til 4 ára«. 12. Aðalfundur ákveðinn á Akureyri næsta ár. 13. Dagkaup fulltrúa ákveðið kr. 5.00, en aðeins þá daga sem þeir eru á ferð. 14. Erindi frá NtmtgripanektarféIxvgi Eyjafj&rðar. Jónas Kristjánsson forstjóri flutti erindi þetta inn á fundinn og lagði fram svohljóðandi tillögu: »út af erindi frá Nautgriparæktarsambandi Eyja- fjarðar, felur fundurinn stjórn og framkvæmdarstjóra Ræktunarfélags Norðurlands að athuga nú þegar, hvort að félagið getur á næstkomandi vetri og fram- vegis látið gera fóðrunartilraunir á mjólkurkúm í sam- ræmi við þær tilraunir, sem Búnaðarfélag íslands hefir látið gera á þessu sviði, ennfremur að afla sér aðstöðu til að geta gefið bændum leiðbeiningar um fóðrun og fóðurefnk. Tillagan samþykt með öllum atkvæðum. 15. Kristján E. Kristjánsson, Hellu, gerði fyrirspurn til formanns félagsins því viðvíkjandi, hve útbreidda hann teldi berkla hjá mjólkurkúm og hve mikla smit- hættu hann teldi mönnum stafa af þeim berklum. Svar- aði formaður því greiðlega og skýrði frá reynslu sinni í því efni. Fleira ekki fyrir tekið. Fundargerðin lesin upp og samþykt. Fundi slitið. Sig. Ein. Hliðar. Hólmgeir Þorsteinsson. Gmmlaugnr Gíslason. Jón Gíslason. Fundarritarar. '

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.