Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 14
16 félagsskipulagi, sem þá var verið að byggja upp og nauðsynlegur homsteinn undir starfsemi Búnaðarfé- lags fslands og Búnaðarþings, og þar sem félagsleg samtök meðal búnaðarfélaga voru þá lítið þroskuð, var eðlilegt að það félli í hlut Ræktunarfélagsins, sem átti ítök í öllum sveitum fjórðungsins, að sameina hin dreifðu búnaðarfélög í eina skipulagsbundna heild. Með þessari skipun málanna er Ræktunarfélag Norð- urlands orðið tvíþætt. Það er fyrst og fremst félag myndað af æfifélögum, sem eru dreifðir út um alt Norðurland og víðar, og sem slíkt á það að leysa á vís- indalegum grundvelli ákveðin störf í þágu jarðræktar- innar. í öðru lagi er það sambandsfélag búnaðarfélaga í Norðlendingafjórðungi og hefur ákveðnar skyldur að rækja gagnvart þeim. Mönnum virðist eigi hafa verið það fyllilega ljóst, að tvískifting þessi var að ýmsu leyti óeðlileg og útheimti mikið aukin fjárráð til þess, að vel gæti farið. Það kemur líka í ljós, að eftir því sem búnaðarsambandsstarfsemin eflist í öðrum lands- hlutum, fer að brydda á nokkurri óánægju innan vé- banda Ræktunarfélagsins yfir því, að félagið leggi minna fé af mörkum til stuðnings búnaðarfélögunum og algengrar búnaðarsambandsstarfsemi, heldur en önnur búnaðarsambönd geri; að þessari óánægju stuðl- ar, að félagið kemst í fjárþröng um og eftir 1920 og verður af þeim ástæðum að draga saman starfsemi sína á ýmsum sviðum. Það er þó fyrst eftir að búnaðarfélög- ín á stærri eða minni svæðum innan vébanda Ræktun- arfélagsins fara að mynda með sér sambönd og senda styrkbeiðnir til Búnaðarþings, að það er ljóst hvert stefnir með sambandsstarfsemi félagsins, og þegar síð- asta Búnaðarþingi bárust beiðnir frá samböndum í þremur sýslum á Norðurlandi um að fá viðurkenningu þess sem sjálfstæð sambönd og styrkveitingu beint frá

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.