Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 16
18
þess að víkja um of frá sínu upprunalega ætlunarverki,
er hlutverki félagsins á þessu sviði lokið og þá á það
og getur líka með fullri sæmd dregið sig í hlé. Þessi
breyting á starfsháttum Ræktunarfélagsins þrengir að
vísu verksvið þess en rýrir á engan hátt starfsemi
félagsins, því þeim kröftum, er það til þessa hefur var-
ið til sambandsstarfsemi, getur það nú beitt óskiftum
til rannsókna í þágu íslenskra búvísinda og er þar um
stærra velrksvið að ræða en séð verður út yfir. Það
þarf því eigi að óttast að nein orka fari forgörðum þó
félagið hætti að vera búnaðarsamband. Ennfremur
verðum vér að gera ráð fyrir, að vaxtarskilyrðum og
framkvæmdaþörf sambandsstarfseminnar, sé skapaður
rýmri stakkur með þessu nýja skipulagi, sem líka er
aðaltilgangurinn og fyrir heildina sé því einungis um
vinning að ræða.
Það þarf engan að undra, þó slíka breytingu sem
þessa verði að gera nú eftir að Ræktunarfélagið er bú-
ið að starfa sem búnaðarsamband fyrir Norðurland í
rúm 20 ár, það hefur oft breytt starfsháttum sínum
áður og þarf slíkt eigi að vera nein afturfarar- eða
hnignunareinkenni, heldur einungis eðlileg afleiðing
af breyttum tímum og breyttum ástæðum. Það skipu-
lag, sem á einum tíma er gott og heilbrigt, getur á öðr-
um tíma verið ófært og úrelt. Allur heilbrigður félags-
skapur verður því að vera svo sveigjanlegur, að hann
ávalt geti lagað sig eftir þörfum og kröfum tímanna,
því geti hann það eigi verður hann fljótlega að stein-
storku — dagar uppi eins og nátttröllin.
Eg hefi orðið þess var, að allmargir líta svo á, að
breyting sú á starfsháttum Ræktunarfélags Norður-
lands, er eg hér hefi rætt um, sé hnekkir fyrir félagið
og hygg eg að þetta byggist aðallega á því, að þeir
telja, að raeð þessu skipulagi sé afskiftum og áhrifum