Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 18
20 bæði með sérstakri fræðslustarfsemi í sambandi við til- raunastöð sína og sem þátttakandi í verklegri og munnlegri búnaðarfræðslu, er stofnað verður til innan vébanda sambandanna. Ársrit félagsins með tilrauna- skýrslum og búnaðarmálaritgerðum bygðum á rann- sóknum þess, er þýðingarmikill liður í þessu starfi og gæti orðið þýðingarmikill þáttur í samstarfi Ræktun- arfélagsins og sambandanna í Norðlendingafjórðungi á þann hátt, að samböndunum gæfist kostur á að birta þar árlega starfsskýrslur sínar og ritgerðir um búnað- armál frá starfsmönnum sínum og áhugamönnum. Sam- böndin yrðu þá að greiða prentunarkostnað á því efni, sem þau óskuðu að fá birt í ritinu og gætu svo fengið eins mörg eintök af ársritinu og þau óskuðu til útbýt- ingar á sambandssvæðunum fyrir lítið gjald, er miðað- ist við aukinn pappírskostnað, er af þessu leiddi. Á Þennan hátt fengju samböndin tækifæri til að birta skýrslur sínar og koma áhugamálum sinna manna á framfæri með litlum tilkostnaði og gæfist ennfremur kostur á að fylgjast nákvæmlega með starfsemi og stefnum hvers annars og þeim tilraunaniðurstöðum og leiðbeiningum, er Ræktunarfélagið birti í ársriti sínu. Ársritið yrði þannig andlegur tengiliður milli Ræktun- arfélagsins og Búnaðarsambandanna í Norðlendinga- fjórðungi og milli sambandanna innbyrðis. Þótt búnaðarsamböndin í Norðlendingafjórðungi hafi nú skiftst í fleiri fjárhagslega óháð sambönd, þá má slík skifting eigi veikja sameiginlegan samtaka- mátt búnaðarfélagsskaparins í fjórðungnum; hún er að ýmsu leyti heppileg, getur stuðlað að auknum fram- kvæmdum og er í samræmi við landafræðislega skift- ing fjórðungsins í glögt afmörkuð héruð. Þetta má þó á engan hátt leiða til einangrunar, því búnaðarfélags- skapurinn á Norðurlandi hefur um langt skeið átt svo

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.