Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 18
20 bæði með sérstakri fræðslustarfsemi í sambandi við til- raunastöð sína og sem þátttakandi í verklegri og munnlegri búnaðarfræðslu, er stofnað verður til innan vébanda sambandanna. Ársrit félagsins með tilrauna- skýrslum og búnaðarmálaritgerðum bygðum á rann- sóknum þess, er þýðingarmikill liður í þessu starfi og gæti orðið þýðingarmikill þáttur í samstarfi Ræktun- arfélagsins og sambandanna í Norðlendingafjórðungi á þann hátt, að samböndunum gæfist kostur á að birta þar árlega starfsskýrslur sínar og ritgerðir um búnað- armál frá starfsmönnum sínum og áhugamönnum. Sam- böndin yrðu þá að greiða prentunarkostnað á því efni, sem þau óskuðu að fá birt í ritinu og gætu svo fengið eins mörg eintök af ársritinu og þau óskuðu til útbýt- ingar á sambandssvæðunum fyrir lítið gjald, er miðað- ist við aukinn pappírskostnað, er af þessu leiddi. Á Þennan hátt fengju samböndin tækifæri til að birta skýrslur sínar og koma áhugamálum sinna manna á framfæri með litlum tilkostnaði og gæfist ennfremur kostur á að fylgjast nákvæmlega með starfsemi og stefnum hvers annars og þeim tilraunaniðurstöðum og leiðbeiningum, er Ræktunarfélagið birti í ársriti sínu. Ársritið yrði þannig andlegur tengiliður milli Ræktun- arfélagsins og Búnaðarsambandanna í Norðlendinga- fjórðungi og milli sambandanna innbyrðis. Þótt búnaðarsamböndin í Norðlendingafjórðungi hafi nú skiftst í fleiri fjárhagslega óháð sambönd, þá má slík skifting eigi veikja sameiginlegan samtaka- mátt búnaðarfélagsskaparins í fjórðungnum; hún er að ýmsu leyti heppileg, getur stuðlað að auknum fram- kvæmdum og er í samræmi við landafræðislega skift- ing fjórðungsins í glögt afmörkuð héruð. Þetta má þó á engan hátt leiða til einangrunar, því búnaðarfélags- skapurinn á Norðurlandi hefur um langt skeið átt svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.