Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 33
í V
35
voru í vermihúsinu, því húsið var hitað upp þegar kalt
var.
Eins og venjulega var flestu af plöntunum plantað
til bráðabirgða, og var sérstaklega mikil þörf á því í
vor, þar sem svo seint var hægt að planta út. Þó ekki
væri plantað út fyr en í júní, kól þó mörg plantan i
vor og þurfti sumstaðar að planta 2—3var sinnum i
staðinn fyrir það, sem dó út.
Mikið af fjölærum blómaplöntum dó hér í Stöðinni
í vetur, t. d. næstum allur Bellís o. fl., var því varla
eins mikið af fjölærum blómaplöntum, sem látið var
burt í vor, eins og í fyrra.
Það var lítið um blómaskrúðið í vor, því engir voru
Tulípanar og fjölæru plönturnar blómstruðu alt að
mánuði seinna en oft hefir verið áður, nema blessuð
stjúpmóðurblómin, sem létu ekki standa á sér, en voru
til mikillar prýði og ánægju með fjölbreytni sinni og
fegurð.
í júlí fóru blómin hröðum skrefum að springa út, og
í ágústlok var hér mikið blómaval, en þá komu frost-
nætur, svo mörgu blóminu varð of kalt. En það breytt-
ist fljótt til batnaðar þegar sunnanáttin kom í septemb.
með sólskin og hlýju. Það, sem eftir var óútsprungið
af blómum, keptist við að breiða út blómin sín, og fram
til síðasta september var hér mikið af fallegum
blómum.
Nokkru af blómafræi var sáð í vor, sem ekki hefir
verið reynt hér áður, t. d. að nefna Nemesíu strumosa,
gullfallega plöntu, sem reyndist hér vel og var sáð á
líkum tíma og Levköj og þarf svipaða meðferð.
Balsamínur og Dalhiur höfðum við líka, en þær höf-
um við haft áður; eru það skínandi fallegar plöntur
inni en úti þrífast þær ekki vel. Þeim var plantað út í
3*