Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 43
45 4. Hér að framan hefur verið bent á, að með tilbún- um áburði megi dylja ýmsar misfellur á ræktuninni og á sama hátt má líka verjast og draga úr ýmsum óhag- stæðum utanaðkomandi áhrifum, er á gróðrinum mæða, svo sem sjúkdómum, sem bakteríur og sveppir valda, skemdum af völdum ýmsra lægri dýra og óhag- stæðum áhrifum veðráttunnar á sprettu jurtanna. Hér á landi kemur aðallega hið síðasta atriði til greina, þó að hin séu líka þekt hér og skal eg í því sambandi nefna grasmaðkinn, sem á takmörkuðum svæðum get- ur valdið verulegu tjóni. Skemdir á gróðri af völdum veðráttunnar, eru best þektar sem kal og bruni á túnum og eru orsakirnar venjulega taldar of mikill kuldi og of mikill þurkur. Sjaldnar ná þó skemdir þær, sem þessi veðráttufyrir- brigði valda, þessu hámarki, en koma fram á gróðrin- um sem kyrstaða og kyrkingur. Reynslan hefur sýnt, að með auðleystum áburði má mjög mikið hamla upp á móti skemdum af völdum náttúrunnar á gróðrinum, enda er það skiljanlegt, að auðleyst og hagstæð næring auki þol jurtanna gegn óblíðu náttúrunnar og að hún sé jurtum, veikluðum af þurki og kulda, hagstæðari næring en torleyst efna- sambönd búfjáráburðarins, sem fyrst eftir margvís- legar efnabreytingar, er útheimta bæði hita, úrkomu og langan tíma, geta orðið jurtunum að notum. Það er því engum vafa bundið, að notkun tilbúins áburðar gerir sprettu túnanna vissari og óháðari veðráttunni heldur en búfjáráburðurinn getur gert.1) i) Það, sem hér er sagt um búfjáráburðinn, nær eigi til þvags- ins sé það geymt og notað sér. Verkanir þess eru svo líkar tilbúnum áburði, sé það notað á réttan hátt, að það á miklu frekar samleið með honum heldur en mið hinum fasta hluta búfjáráburðarins.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.