Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 45
47 breiðslu á eldri og nýrri túnum, að svo miklu leyti sem hann hrekkur og að það geti sparað nokkuð kaup á til- búnum áburði. Það mun þó eigi hyggilegt að nota ein- vörðungu búfjáráburð til yfirbreiðslu, sé annars kost- ur en nota heldur með búfjáráburðinum (mykjunni) dálítið af auðleystum köfnunarefnisáburði, saltpétri eða þvagi, því ýmislegt virðist benda til þess, að á þann hátt notist hin torleystu frjóefnasambönd mykj- unnar betur, en ef hún er notuð ein sér. Sem dæmi þessa skal eg nefna hér nokkurar tölur úr tveimur til- raunum Ræktunarfélags Norðurlands. Áburðarl. Mykja. Þvag. 1/2 Mykja -)- /2 þvag. 17,8 26,6 46,0 43,1 Tölurnar sýna uppskeru í 100 kg. af hektara að með- altali í 4 ár og virðast bera það með sér, að mykjan notist til muna betur þegar þvag er líka borið á, held- ur en þegar hún er borin á ein sér. Eftirfylgjandi tölur eru teknar úr samanburðartil- raun með ræktunaraðferðir hjá Ræktunarfélaginu. Jafnhliða ræktunaraðferðunum er líka gerður saman- burður á búfjáráburði og tilbúnum áburði við ræktun- ina og hefur verið notaður 3 fyrstu árin venjulegur bú- fjáráburður (þvag og mykja til samans), en síðasta árið eru notaðir % hlutar af mykju og /3 hluti af þvagi borið á hvort fyrir sig. Tölumar sýna uppskeru af búfjáráburði í hundraðshlutum af uppskeru þeirri, er tilbúni áburðurinn hefur gefið. Þakslétta. Sjálfgræðsla. Sáðsl 1928 86 90 76 1929 84 93 81 1930 72 77 64 1931 104 109 97

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.