Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 47

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 47
4Ö sumar í þeim tilraunum Ræktunarfélagsins, sem til- búinn áburður er einvörðungu notaður við, verið þannig: Á gömlu túni. Á nýjum sáðsléttum Á heyh. Á heyh. af vaxtarauka. Á heyh. Á heyh. af vaxtarauka. 2,60 3,60 1,60 2,25 Þessar tölur sýna greinilega, að sú tegund jarðrækt- ar, sem best borgar áburðinn er sáðræktin, en það er líka grundvallarskilyrði, ef vér viljum nota oss vaxt- arhæfni sáðgresisins til hlítar og verja það skemdum og skakkaföllum, meðan það er að þéttast og nema land í sléttunum, að það fái mikinn og auðleystan á- burð, og er þá hægt að knýja það til að gefa ótrúlega mikla uppskeru. Það er því vafalaust búhnykkur fyrir þá, sem hafa nýjar sáðsléttur, að auka fremur við þær tilbúna áburðinn heldur en að draga af þeim, og reyna að nota vaxtarmöguleika þeirra til hins ítrasta, en láta heldur hálfræktaðar kringskefjur, harðbala og þýfi í túnum svelta. Það mætti vitanlega nefna margt fleira en hér hefur verið talið, er miðað gæti til áburðarsparnaðar og aukinna nota af áburðinum svo sem áburðaraðferðir, áburðartíma, áburðarhlutföll o. fl. en um þetta má víða finna góðar bendingar og skal því slept að ræða um það hér. Að endingu vil eg taka það fram og undirstrika, að besti áburðarspamaðurinn þarf eigi að vera minkuð áburðarkaMp helxkir miklu frekar aukið notagildi á- burðarins fyrir hagsýnni nottcmi. Það er í raun og veru utan við takmörk þess efnis, er eg hér hefi rætt um, að finna og gagnrýna færar 4

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.