Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 49
51
sem: íbúðarhús, gripahús, þurheyshlöður, votheystóft-
ir, áburðarhús og safnþrær.
C. Véla- og verkfæraeign hvers bónda, jarðvinslu-
áhöld, áburðardreifara, heyvinnuvélar o. s. frv.
D. Búfé fóðurþörf þess og afurðir.
Á skýrslum þessum og upplýsingum eiga svo hreppa-
búnaðarfélögin, búnaðarsamböndin og Búnaðarfélag
íslands að byggja starfsemi sína og beina leiðbeining-
um sínum og faglegri aðstoð þannig, að hún komi þar
að notum, sem þörfin er mest, hvort sem það eru rækt-
unarumbætur, betri hirðing og notkun áburðarins,
hagkvæmari aðferðir við öflun og geymslu uppsker-
unnar, aukin notkun véla eða arðvænlegri meðferð og
hirðing búfénaðarins, sem mest er aðkallandi. Þessi
félagsskapur bændanna getur þá beitt þekkingu sinni
og samtakamætti eins og best á við á hverjum stað,
stofnað til námskeiða, verklegra eða munnlegra, um
sérstök verkefni búnaðarins þar sem þörfin er mest
og valið sér þau viðfangsefni til tilrauna og rannsókn-
ar, er mesta og almennasta fjárhagslega þýðingu hafa.
Sá grudnvöllur, sem hin víðtækari búnaðarfélags-
starfsemi þarf að byggja á, verður að koma frá bænd-
unum sjálfum og hreppabúnaðarfélögunum, en það,
sem okkar búnaðarfélagssamtök altaf hefur skort mest,
er nægilega náið samband við þessa aðila og fullnægj-
andi upplýsingar um hið raunverulega ástand búnað-
arins á hverjum stað og tíma.
3. Sölu- og framleiðslufélög bændanna, verða að gera
sitt ítrasta til að draga úr öllum kostnaði við vinslu
og sölu landbúnaðarafurða, svo hann verði í samræmi
við hið lága verð framleiðslunnar og auk þess að leggja
alt kapp á að auka notkun og sölumöguleika þessara
afurða á innanlandsmarkaði, því bæði mun oss hollast,
eins og horfurnar eru nú, að lifa sem mest á innlendri
I