Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 51
Arfinn
Illgresi köllum vér einu nafni þann jurtagróður, sem
vex óboðinn meðal nytjajurtanna og rýrir verðmæti
þeirra og uppskeru. Ulgresi getur verið af ýmsum
jurtaættum og vaxtarmáti þess með mjög breytilegu
móti.
Vér íslendingar höfum yfirleitt gefið illgresinu litl-
ar gætur, sem vafalaust á rót sína að rekja til þess,
hve ræktun vor er fáskrúðug og hve litla áherslu vér
höfum lagt á að rækta valinn jurtagróður í túnum
vorum.
Það er þó ein tegund illgresis, sem vér öðrum frem-
ur höfum gefið gætur að, en það er arfinn. Til skamms
tíma hefur arfinn verið þektastur sem garðaillgresi en
sjaldgæfur í túnum, en í sambandi við nýyrkju síðari
ára, hefur það komið betur og betur i ljós, að arfinn
getur líka verið hættulegt illgresi fyrir grasrækt vora
og það er í þessu sambandi, sem eg vil gera arfann að
umtalsefni hér.
Jurt sú, sem venjulega gengur undir arfanafninu,
er Haugarfinn (Stellaria média), en þetta nafn er líka
notað yfir aðrar jurtir óskyldar, svo sem Blóðarfann
(Poligonum aviculare) og Hjartarfa (Capsella Bursa
pastoris) og er einkum sú síðamefnda algengt illgresi
á sama vettvangi og haugarfinn.
Þar sem flestir, er komnir eru til vits og ára, þekkja