Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 53
55 árum. Af þessum ástæðum höfum vér veitt arfanum í nýyrkjunni lítið athygli og als eigi gert oss yfirleitt fulla grein fyrir því tjóni, er hann veldur þar, meðan hann heldur velli. Sé svo mikill arfi í nýræktarlöndunum, að hann myndi þar samfeldar breiður, þá getur annar gróður eigi þrifist á þeim blettum. Arfinn getur þó haldist við í fleiri ár í sléttunum og er hann að lokum deyr út, er það hending ein, sem ræður um, hvaða gróður nemur þar land í hans stað. Fer þá oft þannig, að arfinn und- irbýr jarðveginn fyrir ýmiskonar varanlegt túnillgresi og lélegar fóðurjurtir, svo sem rótarlauf, súrur, varpa- sveifgras, snarrót o. s. frv. Þó arfinn sé aðeins sem slæðingur í nýyrkjunni, getur hann samt valdið þar verulegu tjóni einkum í sáðsléttunum. Sumar hinar lágvaxnari fóðurjurtir þola arfann mjög illa, svo sem hvítsmári, það er mjög erfitt að þurka og verka það hey, sem nokkuð teljandi af arfa er í og svo tekur hann vitanlega altaf rúm og næringu frá nytjajurtunum og hindrar þannig eðlilegan þroska þeirra og útbreiðslu. Það væri vitanlega æskilegast ef hægt væri, að fyrir- byggja algerlega að arfinn berist í nýræktarflögin, en þar er við raman reip að draga, því til þess að það tækist, yrðum vér annaðhvort að fyrirbyggja, að bú- fénaður vor eti arfa með þroskuðum fræjum, sem eigi er auðvelt, t. d. þegar kýr ganga á túnum á haustin, eða þá að hætta að nota búfjáráburð við nýyrkjuna, sem þó væri neyðarúrræði, því reynslan hefur sýnt, að frjóefni búfjáráburðarins notast best ef vér komum honum niður í jörðina, en það er auðveldast þegar um nýyrkju er að ræða. Vér verðum því að ganga út frá, að búfjáráburður sé notaður í nýyrkjuflögin og með

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.