Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 54
56 honum berist þangað meira eða minna af arfafræi, þvl þó hægt sé, með sérstökum aðferðum við geymslu á- burðarins, að eyðileggja mjög mikið af því illgresis- fræi, sem i honum er, þá er varla hægt að gera ráð fyrir, að þær aðferðir verði alment notaðar. Spursmál- ið verður því: Hvemig getum vér hindrað að það arfa- fræ, er berst í nýyrkjuna, valdi þar varanlegu tjóni? Ef vér berum búfjáráburð í opið land og plægjum hann eða herfum rækilega niður í moldina, þá ber venjulega lítið á arfanum fyrsta sumarið, því venju- lega er arfafræið í áburðinum eigi meira en svo, að það getur að eins orsakað nokkurn arfaslæðing og enn- fremur má gera ráð fyrir, að allmikið af arfafræi á- burðarins fari svo djúpt í jörð, að það nái eigi að spíra, en talið er, að það spíri eigi sé það hulið 3ja cm. mold- arlagi. Ef vér því sáum grasfræi í flögin strax eftir að vér höfum borið í þau búfjáráburð, þurfum vér tæplega að óttast, að arfinn verði því að tjóni og er sjálfsagt að viðhafa þá aðferð við alla þá jörð, sem er svo smáþýfð og myldin, að hægt er að fullvinna hann á einu ári. Það mun þó algengara, að ýmsra orsaka vegna, sé eigi hægt að fullvinna nýræktarlöndin á einu ári og er þá venjulega sáð í þau einærum gróðri fyrsta sumarið, t. d. höfrum og þar sem reynslan hefir sýnt, að til þess hafrarnir gefi góða uppskeru, þurfa þeir í flestri jörð að fá talsvert af búfjáráburði, þá er þessi áburður venjulega borinn í flögin fyrir hafrana. Inn- an um hafragrasið sprettur þá slæðingur af arfa, sem vér tökum lítið eftir, þessi arfi fellir fræ og þar sem fræviðkoman getur verið geysileg, eins og áður hefur verið bent á, þá kemur venjulega mikill arfi í ljós í flögunum á næsta sumri eftir hafrana, þegar grasfræ- inu er sáð. Vitanlega væri hægt að fyrirbyggja þetta með því að hafa flögin ósáin og óáborin þar til gras-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.