Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 54
56 honum berist þangað meira eða minna af arfafræi, þvl þó hægt sé, með sérstökum aðferðum við geymslu á- burðarins, að eyðileggja mjög mikið af því illgresis- fræi, sem i honum er, þá er varla hægt að gera ráð fyrir, að þær aðferðir verði alment notaðar. Spursmál- ið verður því: Hvemig getum vér hindrað að það arfa- fræ, er berst í nýyrkjuna, valdi þar varanlegu tjóni? Ef vér berum búfjáráburð í opið land og plægjum hann eða herfum rækilega niður í moldina, þá ber venjulega lítið á arfanum fyrsta sumarið, því venju- lega er arfafræið í áburðinum eigi meira en svo, að það getur að eins orsakað nokkurn arfaslæðing og enn- fremur má gera ráð fyrir, að allmikið af arfafræi á- burðarins fari svo djúpt í jörð, að það nái eigi að spíra, en talið er, að það spíri eigi sé það hulið 3ja cm. mold- arlagi. Ef vér því sáum grasfræi í flögin strax eftir að vér höfum borið í þau búfjáráburð, þurfum vér tæplega að óttast, að arfinn verði því að tjóni og er sjálfsagt að viðhafa þá aðferð við alla þá jörð, sem er svo smáþýfð og myldin, að hægt er að fullvinna hann á einu ári. Það mun þó algengara, að ýmsra orsaka vegna, sé eigi hægt að fullvinna nýræktarlöndin á einu ári og er þá venjulega sáð í þau einærum gróðri fyrsta sumarið, t. d. höfrum og þar sem reynslan hefir sýnt, að til þess hafrarnir gefi góða uppskeru, þurfa þeir í flestri jörð að fá talsvert af búfjáráburði, þá er þessi áburður venjulega borinn í flögin fyrir hafrana. Inn- an um hafragrasið sprettur þá slæðingur af arfa, sem vér tökum lítið eftir, þessi arfi fellir fræ og þar sem fræviðkoman getur verið geysileg, eins og áður hefur verið bent á, þá kemur venjulega mikill arfi í ljós í flögunum á næsta sumri eftir hafrana, þegar grasfræ- inu er sáð. Vitanlega væri hægt að fyrirbyggja þetta með því að hafa flögin ósáin og óáborin þar til gras-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.