Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 55
57 fræinu er sáð, eða nota einungis tilbúinn áburð fyrir þann einæra gróður, er vér sáum í þau fyrsta sumarið, en vafalaust verðum vér þá að velja annan gróður en hafra, því þeir hepnast tæplega án búfjáráburðar nema í þeim jarðvegi, sem inniheldur mikið af rotn- andi lífrænum efnasamböndum, svo sem gömlum tún- móum, eins og eftirfylgjandi tilraunaniðurstöður sýna: Hafrauppskera. (hlutföll). i túnþýfi tilbúinn áburður í túnþýfi búfjáráburður í órækt tilbúinn áburður f órækt búfjáráburður 100 97 50 79 Ef vér sáum höfrum eða öðrum einærum gróðri í flögin fyrsta sumarið og berum þá í þau búfjáráburð svo sem venja er til, þá megum vér altaf búast við, að arfinn verði áleitinn í flögunum árið eftir og það sem þá ríður mest á er: 1) að reyna að eyðileggja arfafræin eða arfagróðurinn á fyrsta vaxtarstigi hans. 2) Að stuðla að því að frægresið nái sem fljótustum og mest- um þroska strax á 1. sumri, svo það vaxi arfanum yfir höfuð og kæfi hann. Séu hafrarnir slegnir snemma, t. d. í ágústmánuði, er ágætt að herfa einu sinni yfir flögin og valta þau strax eftir að búið er að losa hafrana úr þeim. Arfa- fræið nær þá strax að spíra, en spírurnar eyðileggjast við eftirfarandi plægingu eða endurtekna herfingu. Svipaða aðferð mætti líka viðhafa að vorinu, meðan verið er að búa flagið undir sáningu, en á því eru þó þau vandkvæði, að oft er eigi hægt að byrja að vinna flögin fyr en svo er áliðið, að grasfræsáningin þolir eigi bið, og í þurviðrasveitum er áríðandi að undirbúa flögin til sáningar á sem stytstum tíma, svo sem minst

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.