Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 2

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 2
2 að fá samanburð á úrvali búpeningstegundanna yfir stærri svæði, tók aðalfundur sambandsins, 20. sept. 1906, þá stefnu, að koma á hreppasýningum. Hugsunin var, að þær stæðu í sambandi við stærri héraðasýningar þannig, að allir verðlaunagripir frá hreppasýningunum skyldu þar, að sjálfsögðu, sýndir, og að með þeim hætti mætti fá nokkurn veginn tryggilegt úrval til kynbóta. Samkvæmt þessari ákvörðun aðalfundar, fóru fram 9 búfjársýningar í 9 hreppum Fljótsdalshéraðs vor og haust 1907. Var til þeirra varið 900 kr., þar af kr. 375 frá Búnaðarfélagi íslands, hitt úr sýslu- og hreppa- sjóðum. Því miður var tíðin svo óhagstæð, sem orðið gat, fyrir sýningar þessar, alt á kafi í snjó, og eftir því ill veðui’, um fardagana og upp úr þeim, og þar á ofan vatnavextir, eftir að leysa tók. Óefað átti þessi ótíð mestan þáttinn í því, hve fásóttar sumar sýningarnar urðu; hitt aftur mesta furða, hve margt gripa kom á sumar þeirra, eins og á stóð, og sýnir það auðvitað mismunandi áhuga. — Að öðru leyti vísast til skýrslu ráðunauts Sambandsins um sýningarnar hér á eftir. Aðalfundur Sambandsins 17. sept. 1907 hélt enn sömu stefnu í sýningamálinu, og ráðgerði hreppasýning- ar í öðrum sveitum Sambands-svæðisins vorið 1908, og þó þær verði ekki svo víðtækar, sem hugsað var þá, fæst væntanlega töluverð reynsla um það, hvert gagn þær gera, og hvað þær kunna að vekja upp. En hitt kemur í ijós fyrst eftir á, þegar til hinna stærri hér- aðasýninga kemur, hversu samvizkusamir menn verða, að koma með verðlaunagripi frá smásýningunum á þær, sem ei skilyrði fyrir, að full not verði að hreppasýn- ingunum. En hvernig sem um það fer, þá er hitt þegar komið í ijós, og er að koma í ljós, að sýningarnar hafa vakið umhugsun og áhuga á umbótum búpeningsins, og er þá mikið unnið og fyrsta tilgangi þeirra náð, þó hægt fari í byrjun, að vonum. Pannig hefir vísir sá til kynbóta-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.