Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 11

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 11
11 að það er að eins 3 ára gamalt, og að ekki má búast við miklu fyrst í stað. Menn þurfa nokkurn tíma til, að átta sig á slíkum stofnunum og læra að nota þær. Eftir á gengur alt liðugra, og því betur, sem lengra líð- ur, ef félagið heldur framvegis vinsældum sínum og trausti. En það er aftur undir búnaðarfélögunum komið. Þau þurfa að velja sína beztu og áhugamestu búnaðar- málamenn fyrir fulltrúa, því á þeim aðallega og þeirra ákvörðunum hvílir framtíð og nytsemi félagsins. Og þó nægir það eigi að „kjósa" fulltrúa. Þeir verða líka að sækja fundina. Einmitt á þessu hefir verið talsverður misbrestur. Sum búnaðarfélög, og það enda í fjarlægð, hafa sýnt mikinn og lofsverðan áhuga, en sum miður, og frá sumum hefir aldrei neinn fulltrúi mætt. Nokkur vorkunn hefir hinum fjarlægustu félög- um verið í þessu efni hingað til, vegna kostnaðar, en minni nú, síðan aðalfundur 1907 ákvað fulltrúum þeirra nokkurn ferðastyrk. Þetta má heldur eigi svo vera framvegis. Að minsta kosti ættu fjarlægustu búnaðar- félögin (í Skaftafellssýslu) að geta sent fulifrúa annað hvert ár, og skiftast þá um, svo að sitt félagið sækti fund hvort árið, og væri mikil bót að því. Annað, sem minna hefir verið notað, en vænta mátti, eru leiðbeiningar ráðunauts Sambandsins. Ekki mun það þó koma af því, að ekki hafi verið unnið talsvert, einkum að jarðyrkju, heldur að líkindum mest af vanaleysinu, að eiga slíkum manni á að skipa hér á Austurlandi. Yonandi lærist það innan skams, enda er ekki alt undir því komið, að slík verk séu unnin. Á hinu ríður eigi síður, að þau séu unnin rétt og með þekkingu, einkum þegar um einhverja nýbreytni er að ræða, til þess að þau nái tilgangi sínum og verði að fullum notum. Annars getur vel svo farið, að fyrir- tækið mishepnist með öllu, hlutaðeigandi leggi árar í bát og óhapp hans verði til viðvörunar nágrönnum hans og sveitungum, þó það hefði getað orðið fyrirmyndar-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.