Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 3

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 3
3 félaga, sem um getur í síðustu skýrslu, talsvert þróast á árinu. „Nautræktarfélögin “ standa allvel, og fer heldur fram, og eitt nýtt hefir verið stofnað á árinu i Vopna- firði og annað mun vera í undirbúningi í FJjótsdal. „Hrossaræktarfélag“ var stofnað vorið 1907 fyrir Fljótsdalshérað og eru í því flestir hreppar Héraðsins. Stjórn Búnaðarsambandsins beittist fyrir stofnuninni, en nú er félagið sjálfstætt félag með sínum lögum og sinni stjórn. Það keypti síðastl. vor, þega.r eftir að það var stofnað, 2 kynbótahesta, hefir fengið styrk til þeirra kaupa, svo og til folagirðingar, frá Búnaðarfélagi íslands, 200-j-300 kr., og virðist vera komið á góðan rekspöl og h'klegt til nytsemdar í þeirri grein búpeningsræktar- innar. „Kynbótabú fyrir sauðfé" var ákveðið að stofna á Hreiðarsstöðum í Fellum, hjá Jóni bónda Stefánssyni, sem var sá eini, er gaf kost á sér til að taka þá stofn- un að sér, þrátt fyrir ítrekaðar málaleitanir frá Sam- bandsins hlið við ýmsa menn, er líklegir þóttu, innan og utan Fljótsdalshéraðs. Var útvegaður styrkur til búsins frá sýslusjóðum Múlasýslnanna, fyrir milligöngu Sambandsins, 50 kr. frá hvorum, og Búnaðarfélag ís- lands veitti þegar síðastl. vor 200 kr. Búið á að taka til starfa vorið 1908, og nú, þegar þetta er skrifað, mun stofninn innkeyptur að mestu leyti. Fjárliirðingarverðlaim. Því nýmæli aðalfundar Búnaðarsambandsins 1906 var vel tekið, og notuðu það 7 hreppar þegar á fyrsta ári. Hélt því aðalfundur 1907 áfram í sömu stefnu og hækkaði jafnframt tillag Sam- bandsins í 15 kr. móts viðjafna upphæð lir hreppssjóði. Rétt spor og vænlegt til góðs. Stœrri jarðabœtur hefir verið lítið um á þessu ári. Til félagsgirðingar, um 8 jarðir í Fellum, veitti Búnað- arfélag íslands 200 kr. styrk, eftir meðmælum Sam- bandsins. En ekki er enn byrjað á þeirri girðingu.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.