Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 24

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 24
24 illa bóta, ef gerðar verða nauðsynlegar vatnaveitingar og framræzla á þeim, og virtist bændum vera ljóst hverja þýðingu það hefði. Svínafells- og Sandfellsengjar liggja að nokkru leyti fyrir skemdum af Skeiðará, en við því er ekkert hægt að gera. Heimahagar eru litlir í Öræfum og afréttir þvínær engar, nema frá Svínafelli og einkum Skaftafelli — og þó litið til aflögu fyrir aðra. Hof á afrétt í Breiðamerk- urfjalii, er stendur umkringt jökli á alla vegu upp af Breiðamerkursandi vestarlega. Á svokölluðum Nýgræð- um á Breiðamerkursandi—fram af Bteiðamerkurfjalli — eru einnig nokkrir hagar, en þeir geta eyðilagst af jök- ulvötnum hvenær sem er. Þvínær allir búendur eiga jarðarskika þann er þeir búa á, og standa þeir í því tilliti flestum öðrum framar. I Suðursveit komu að eins 2 menn til fundar og varð því enginn fundur haldinn. Reið eg því milli allra bænda á engjum, og fékk þá alla nema 2, — en auk þess 5 vinnumenn — til að skrifa undir yflriýsingu um, að þeir vildu verða meðiimir í væntanlegu búnaðarfóiagi, sem stofnað yrði í haust1 fyrir forgöngu hreppstjórans, sem lofaði að boða til stofnfundar félagsins, og leggja fyrir fundinn uppkast til laga, er eg sendi honum, eftir að eg kom heim. I Suðursveit eru það einnig engjarnar, sem fyrst og fremst þarf að bæta með áveitu og framræzlu. í Borgarhöfn eru nokkrar tjarnir, sem rista mætti fram. Fengjust við það engjar, en tjarnirnar jafnframt gerðar hættulausai* fyrir gripi, því að eins og nú er, eru þær hættulegar gripum á haustin. Túnin eru víða að miklu leyti slétt og girðingarefni auðfengið. Hvergi hefi eg sóð jafn mikið og fallegt túnstæði, sem á Breiðabólsstað í Suðursveit. Það eru víðáttumiklar og slóttar grundir, sem strax yrðu gott tún, ef þær væru girtar og nægi- legur áburður fengist á þær. Túnin liggja víða fyrir skemdum af skriðuhlaupum úr fjöllunum, sem ilt er að

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.