Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 5

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 5
5 við verksmiðjur o. fl. erlendis, og ber það vonandi góða ávexti fyrir landbúnaðinn hér eystra. Gróðrarstöðin. Um hana nægir að vísa til skýrslu starfsmanns hér á eftir. Að eins skal þess hér getið, að síðastl. vor var elcki hentugt til gróðurs eða gróðrar- tilrauna, þar sem ekki kom nautagróður fyr en eftir miðjan júní, og tíðin þó köld eftir það, enda spratt hér ekkert, hvorki gras né garðar og enginn gróður gat þriflst; óminnilegt grasleysi og slægnaskortur á Héraði. Og ofan á þetta bættust frost og helkuldar siðari hluta sumars, svo að hinn litli gróður sölnaði og hvarf á stuttum tíma. Ekki að búast við, að nýgræðingur í lítt ræktaðri jörð lifði og dafnaði í slíkri heijar-tíð. Starfsmenn Sambandsins (konsúlentar) hafa verið þrír á þessu ári: Núverandi skólastjóri Halidór Yil- hjálmsson á Hvanneyri frá 20. sept. 1906 til 30. apríl 1907, þá búfræðiskand. Metúsalem Stefánsson, settur, frá 1. maí til 31. ágúst 1907, og loks fyrverandi skóla- stjóri á Eiðum, Benedikt Kristjánsson, sem stjórn Bún- aðarsambandsins veitti stöðuna frá 1. sept., í samráði við stjórn Búnaðarfélags ísiands. Starfa Halldórs er að nokkru getið i síðustu skýrslu. Eftir að hann fluttist suður, í byrjun febr.mán. 1907, voru störf hans fyrir Sambandið aðallega fólgin í ýms- um ráðstöfunum til framkvæmda fyrir gróðrarstöðina og afgreiðslu verkfæra-pantana, auk þess sem hann útvegaði mann í sinn stað til kenslu á Eiðum. Metúsalem leiðbeindi mönnum við sýningarnar 1907, til júní loka, vann við gróðrarstöðina í júlí og ferðaðist um Skaptafellssýslu í ágústmánuði, eftir áskorun sýslu- nefndar Austur-Skaptafellssýslu til Búnaðarsambandsins. Enn var mönnum leiðbeint við notkun hinna ný- fengnu sláttuvéla, að tilhlutun Sambandsins, þannig, að til þess var fenginn þáverandi skólastjóri Benedikt Krist- jánsson, en Metúsalem Stefánsson gegndi störfum hans á meðan í verkaskiftum.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.