Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 10

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 10
10 sem í það ganga. Og það er eins og önnur félög að því leyti, að það „er það“, sem meðlimirnir láta það vera. Það eru sem sé félagsmenn sjálfir, en enginn utan að komandi kynjakraftur, sem setja mótið á félags- skapinn, hver sem hann er, og gera hann gagnlegan eðn gagnslítínn. Og þannig má búast við, að Búnaðar- sambandíð sé, og verði á hverjum tíma, á nokkuð líku reki, sem meðlimir þess, búnaðarfélögin, að því er verk- legar framkvæmdir snertir, enda getur ekki annað verið, þar sem einmitt þau „eru“ „Búnaðarsambandið". En sé eigi að eins horft á yflrstandandi tíma, held- ur borið saman fyr og nú og máske skygnst eitthvað fram í tímann og spurt, hvað heflr Sambandið gert og hvað ætlar það að gera, þá er svarið þetta: Sambandið vill vera og ætlar sér að vera sambandsliður milli hinna -einstöku búnaðarfélaga og reyna að mynda og efla sam- vinnu þeirra á meðal í öllu, sem að framkvæmdum eða umbótum í búnaði lýtur. Og við þetta er fyrirkomulag þess miðað. A fulltrúafundum þess mæta kjörnir menn frá búnaðarfélögunum, og þeir fundir taka ákvarðanir um, í hverja átt og að hverju beita skuli starfskröftun- um á komandi ári. Þar kynnast menn hver öðrum, heyra álit annara á ýmsum merkum búnaðarmálum, ræða með öðrum áhugamál, ýmist sín eigin eða annara, -og heyra lýst reynslu einstakra manna eða félaga í ýmsri nýbreytni, sem til umbóta horfir fyrir búnaðinn. Og svo flytjast með fulltrúunum aftur út um héruðin nýjar skoðanir, ný reynsla, ný þekking, ný áhrif, nýr áhugi í ýmsum greinum. Og þegar þetta endurtekst ár eftir ár, þá er ekki unt að segja, hversu mörgu, góðu og gagn- legu það kann að koma til leiðar með tímanum, ein- mitt þetta, að menn læra hver af öðrum og hagnýta hver annars reynslu. Þannig heflr Búnaðarsambandið starfað hingað til, •og má sjá á skýrslum þess, hver árangurinn er, borið saman við það, sem áður var. En þess verður að gæta,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.