Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 9

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 9
9 skapar hafði verið formaður þess, enda aðal-frumkvöðull þess, að það var stofnað. Hafði hann óskað lausnar úr stjórninni sakir vanheilsu, og tók aðalfundur 1907 þá ósk til greina og þakkaði honum jafnframt í einu hljóði fyrir störf hans og framkvæmdir í þarfir Sambandsins. Stjórn Sambandsins er, sem stendur, þannig skipuð r Síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi, formaður, Gunnar óðalsbóndi Pálsson dbrm. á Ketilsstöðum, ritari, Björn bóndi Hallsson á Rangá, gjaldkeri, og varastjórn: Jón óðalsbóndi Bergsson dbrm. á Egilsstöðum, formaður, Jónas óðalsbóndi Eiríksson dbrm. á Breiðavaði, ritari, Sigfús bóndi Halldórsson á Sandbrekku, gjaldkeri. Það verða væntanlega skiftar skoðanir um það, hversu mikil eða markverð störf Búnaðarsambandsins eru. En hvað sem um það má segja, þá er hitt víst, að það hefir orðið til að hrinda ýmsu því af stað, bein- línis eða óbeinlínis, sem í nytsemdaráttina horfir fyrir landbúnaðinn hér austan lands, og sem áður var lítt eða ekki þekt, nema þá helzt sem ómar úr fjarlægð. Það er ólíku hægra fyrir þá, sem eitthvað vilja í áttina áfram, að snúa sér til innanfjórðungsfélags, en að sækja hvert ráð eða tilsögn til eins allsherjar landbúnaðar- félags, enda ómögulegt fyrir það við öilu að snúast, sínu aðkallinu úr hverri áttinni, og þar ekki sá kunnug- leiki á lands- og búnaðarháttum, sem fjórðungsfélögin eiga að hafa. Þetta sá og skildi Búnaðarfélag Islands. enda studdi með ráði og dáð stofnun Búnaðarsambands- ins og hefir jafnan tekið vel og lipurlega málaleitunum frá þess hálfu. Ýmsir spyrja: Hvað er Búnaðarsambandið, hvert er hlutverk þess, hvað gjörir það ? Það lætur lítið til sín heyra. Búnaðarsambandið er félag búnaðarfélaga, þ. e. aðalmeðlimir þess eru búnaðarfélög hreppanna í Austfirðingafjórðungi og aukameðlimir einstakir menn,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.