Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 23

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 23
23 heyskap, ef nokkur fengist starfsmaður þess. Hann höfðu þeir engann, nema einn heilsulítinn búfræðing. Hvatti eg þá til að senda menn til búnaðarnáms, en þeim óx í augum kostnaðurinn við það, og finst mér sjálfsagt að Búnaðarsambandið styrki mann til náms hér eystra, með því t. d. að greiða honum ferðakostnað. Það, sem fyrst liggur fyrir félaginu að gera, er, að gangast fyrir framræzlu og áveitu, og þarf því ekki að kaupa mikið af verkíærum í bráð, sem er heppilegt, því að Öræfingar eru óvanir siíkum kostnaði og ófúsir að leggja hann á sig, en fúsir til að vinna jarðabætur, ef ekki fyigja bein peningaútlát. Tún eru í Öræfum mikið til slétt, svo að engin nauðsyn er að slétta, að svo komnu, miklu meira um að gera að túnin séu girt, enda er grjót til girðinga víðast hvar mjög auðfengið. En þegar girt er, verður að taka tillit til þess, að mikið má stækka túnin all- víðast, og allir ábúendur sömu jarðar, verða auðvitað að girða í samlögum. í Öræfum eru aðeins 8 bæir — og þó er sveitin talin 1 þingmannaleið miili bæja. — en búendur eru 26 og eru þannig margir búendur á hverri jörð. Á Hnappavöilum og Hofl eru 7 búendur á hverri jörðinni og í Svínafelli eru þeir 5. Hver búandi hefir sinn ákveðna hluta af túninu, en engjarnar eru sam- eign, þó þannig, að hver ábúandi hefir sinn ákveðna teig af engjunum eitt ár í senn, og fær þá aftur sama teiginn til afnota eftir jafnmörg ár — frá því er hann hafði hann síðast — eins og ábúendur jarðarinnar eru margir. Fyrirkomulagið er þannig hið sama og átt hefir sér stað allvíðast í heiminum, á fyrstu barndómsárum jarðræktarinnar, og hlítur auðvitað hér eins og annars- staðar — að miklu leyti eða algerlega — að verða því til fyrirstöðu, að nokkrar verulegar jarðabætur verði gerðar á engjunum, nema samvinnan og samtökin séu hér þeim mun betri en annarsstaðar. Engjarnar eru víðast góðar, en standa þó til mik-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.