Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 17

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 17
17 þess sem því er miklu hættara að tapast í skipum og afgreiðslu. Eg hefi nú sent öllum viðskiftendum sundurliðaðan reikning og vona eg að allir hafi fengið sitt og séu á- nægðir. Sumt var hærra en áætlað var, sérstaklega alt girðingarefni, er steig eins og öil járnvara afarmikið 1 haust og vetur. Aftur gat eg útvegað sumt af handverkfærum ó- dýrari en i fyrra, og komst í samband við ágæta verk- smiðju í Svíþjóð. Diskherfi pantaði eg 5, en fékk sent 4 spaðaherfi óg 1 diskherfi. Spaðaherfin eru nokkru dýrari, en vinna líka betur seigan jarðveg; að öðru leyti eins. Til pess að hafa fult gagn af þessum ágætis verk- færum, þarf að útbúa þau þannig, að 3 hestar gangi fyrir þeim. Er það hægur vandi fyrir hvern smið, enda má panta þann útbúnað, er þá hægt að sitja á þeim, en við það skera þau betur og stenst þá engin jörð fyrir átaki þeirra. Sjálfsagt er fyrir Sambandið að heimta peninga jafuframt pöntunum, svo hægt sé að senda verksmiðj- unni þá um leið og pantað er hjá þeim. Við það sparar kaupandi minst 10%, en fær ekki nema 4% í bankan- um. í þetta sinn hefi eg lánað viðskiftamönnum Sam- bandsins kr. 947,45, vil eg mælast til, að stjórn hins heiðraða Sambands borgi mér þessa upphæð fyrir iok septembermánaðar n. k. Virðingarfylst 31. júlí 1907. Halldór Vilhjálmsson. 13

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.