Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 19

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 19
19 Brekkugerði í Fljótsdal, Skeggjastöðum í Fellum og Merki á Jökuldal. l.jótastar kýr komu á sýninguna í Jökulsárhlíð. Graðfolar komu að eins 3 á sýningarnar og var sá fallegastur er á FJjótsdals sýninguna kom (frá Arnheiðar- stöðum). Folinn er 3 vetur, stór og vel vaxinn, heflr góðan gang og er af ágætu reiðhestakyni. Hryssur voru fallegastar á Völlum, Fljótsdal og Hjaltastaðaþinghá. Fallegastar þeirra voru rauð hryssa, 11 vetra, frá Melum í Fljótsdal, og grá hryssa, 11 vetra, frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá, sem báðar fengu I. verðlaun á héraðssýningu 1905. Hrútar voru fallegastir í Jökulsárhlíð, Völlum og Fljótsdal. Hrútarnir af Völlunum — frá Egilsstöðum og Ketilsstöðum — voru keyptir norðan úr Þingeyjar- sýslu s. 1. haust. Annars var sauðfé lang-falJegast á Jökuldal og Jökulsárhlíð — og ef til vill má féð á sýn- ingunni í Eiðaþinghá í haust, teljast hér með, einkum veturgömlu ærnar, sem margar voru fallegar—, en erfitt er að gera samanburð á því og fé, sem kom á sýningar í vor, eftir alla hrakningana þá. Þótt Jökuldalsféð bæri af öðru fé, fékk engin kind þar I. verðlaun, og var það vegna þess, að Jökuldælingar gjöra hærri kröfur til fjár- ins en aðrir, og einnig af því, að þeir vissu, að til var, hjá þeim, fallegra fé en það, sem sýnt var. Sára fáir vissu um nythæð kúa sinna, nema hvað þær mjólkuðu „eftir burð“ — en á því er ekkert hægt að byggja — og eru þó komin á fót eftirlitsfélög í 3—4 hreppum á Héraði. Litlu fróðari voru menn um ætt- erni gripa sinna. Alstaðar þar, sem eftirlitsfélög eru, ætti að heimta, að fóður- og mjólkurskýrslur fylgdu með kúnum, sem sýndar eru. Hæð verðlaunanna og skifting fjárins milli gripa- tegundanna hefir oftast verið ákveðin á sýningunni sjálfri, ýmist með hliðsjón af verði gripanna innbyrðis eða arði þeirra í hlutfalli við verðið. Gleggra yfirlit yfir sýningarnar gefur taflan.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.