Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 26

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 26
26 ann garð undan Vindborði, eða með því að hlaða fyrir þau, þar sem þau renna inn á engjarnar, og þyrfti sá garður að vera töluvert langur en ekki hár. Ennfrem- ur leit eg eftir, hvort ná rnætti vatni úr Holtakíl til áveitu; ætla 5 bændur að nota vatnið í samlögum, það er að segja, að hafa sama aðfærsluskurð. Þarf sá skurð- ur að vera æði langur, en ekki mjög djúpur og tel eg torfærulaust að vinna verkið. Bað eg hvorutveggju blutaðeigendur að skrifa Búnaðarsambandinu í vetur um þetta, — svo að starfsmaður þess geti búið sig út með mælingarverkfæri næst, þegar hann fer þar um, — og gefa upplýsingar, einkum um það, hversu mikils ávinn- ings þeir væntu af verkunum, ef þau yrðu framkvæmd og kæmu að iilætluðum notum. Kynbótafélög voru Mýramenn fúsir að stofna fyrir allan búpening. í haust ætla þeir að veija ungan grað- fola og hafa folalaust í 2 ár, því að stóðið þykir, sem er, orðið of margt. Þá ætla einnig nokkrir bændur að kaupa í haust 12 fallegustu ærnar, sem kostur er á í sveitinni og skal sá félagsmaður, sem fallegastan á hrút- inn, fóðra ærnar, gegn því, að hinir fóðri fyrir hann jafnmörg lömb. Þykir ærin þá fullvel fóðruð, ef hún fær lambsfóður. I Nesjum mættu svo fáir, að ekki varð af fundi og kváðu þeir þó vera fundsæknir og félagslyndir Nesja- menn, enda hafa þeir 2 málfundafólög og nýtt og mynd- arlegt. samkomuhús. En þerrir var hinn bezti um dag- 'inn, svo að flestir létu heyannir sitja fyrir öðrum störf- um. Um Nesin var ferðinni aðallega heitið, til þess, að líta eftir skiiyrðunum fyrir stofnun rjómabús og leitast við að koma því á stofn, ef skilyrði væru fyrir því, að það gæti þriflst. Málið hefir verið rætt á fundum áður og voru allir þeir, er eg átti tal við um málið, sam- mála um það, að ómöguiegt væri að stofna þar rjóma- bú á meðan samgöngurnar eru eins og þær eru nú, og vonuðu þeir, að þingið gerði bráða bót á þessu, svo að

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.