Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Side 19
21
haustið. Eg sá kynbótaféð á Hafursá í ferðinni, og mér
líkaði það fremur vel að öðru leyti en því, að ærnar voru
nokkuð sundurleitar — sem líklegt er þegar þær eru komn-
ar úr ýmsum áttum. Þessa fjárræktarbús mun síðar verða
nákvæmlega getið við annað tækifæri.
I þessum hreppum, er hér um ræðir, virtist mér fé yfir-
leitt iiijög svipað að vexti og vænleik, og því er lítil ástæða
til þótt eg tilgreini fé einstakra manna sérstaklega. Mér
þótti fé Eyjólfs Jónssonar í Mjóanesi, sem komið er út
af þingeyskum hrút í aðra ættina — mjög hreystilegt og
laglegt á fæti. Nikulás Jónsson, Gunnlaugsstöðum á fremur
bráðþroska fé undan aðkeyptum hrút, frá Áreyjum í Reyð-
arfirði. Og Jón Bergsson á Egilsstöðum hefur plantað
stórt og fremur fallegt fé, út af norðlenskum hrútum, er
hann hefur notað í nokkur ár.
Hinn næsti og síðasti hreppur í Fljótsdalshéraði, er eg
skoðaði fé í í þessari ferð, var Skriðdalshreppur. Sauðfé
þar er mjög áþekt því, sem er í Skógum og á Völlum,
enda eru afréttir þessara hreppa að nokkru leyti samgöngu-
lönd og önnur aðstaða gagnvart fjárræktinni lík á báðar
hliðar. Einna vænst fé þar sá eg á Vaði, hjá Sigurði
Björnssyni, Ögmundi Ketilssyni, Eyrartegi, og Pétri Jóns-
syni í Geitdal.
Úr Skriðdal fór eg yfir í Breiðdalinn. Það er fremur
stór sveit, og þar eð tíminn var heldur naumur, gafst mér
ekki tóm til að ferðast um hana alla; en fór út austan
megin Breiðdalsár inn Austurdal, svonefndan.
I Breiðdalnum mun fé vera viðlíka vænt og í síðast-
nefndum h eppum á Fljótsdalshéraði, en ærið misjafnt manna
á meðai. Gerðarlegast fé þar sá eg í Höskuldsstaðaseli, á
Þorvaldsstöðum og Þverhamri.
Nokkrir þændur í Breiðdal hafa gert fjárbótatilraunir
með þingeyskum hrútum eða fé út af þeim, er hafa reynst