Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 20

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 20
22 misjafnlega; sumstaðar allvel og annars staðar illa. Aðal ástæðan til svo breytilegrar útkomu á kynbótunum, er að mínu áliti ekki svo mji g norðanfjárkyninu að kenna, eins og margir halda, heldur öllu heldur viðurgerning fjárins vetur og sumar. Þingeyska féð er uppalið við góð lífsskil- yrði, gott vetrarfóður og góða sumarbeit, og því er skilj- anlegt, að hjá afkvæmum þess, sem alin eru upp viö önn- ur og lakari lífskjör, komi ekki í Ijós allir kostir og ein- kenni þess. Eg efast ekki um það, að þingeyskir hrútar eða aðrir útaf bráðþroskaðra fé en manns er eigið, geti gert talsvert gagn — þó ekki væri nema tii sláturfjárfram- leiðslu — þar sem vel er gert við féð á vetrin og góð af- rétt er fyrir hendi á sumrin — en þessa mun líka jafnan við þurfa til þess að slíkar kynbætur gefi góða raun. Á Berufjarðarströndinni sá eg fátt fé og eins í Hálsþing- há, annað nn hrúta, þar sem eg kom við. Fénaður var þá í högum úti, nema um svartasta lágnættið, því tíðin var góð og farið að nálgast þann tíma, er menn sleppa full- orðnu fé. I Álftafirði skoðaði eg fé á fáum heimilum, og er fé þar viðlíka vænt og á Fljótsdalshéraði. Afréttir eru þar sumstaðar góðir og útbeit ágæt, svo óvíða á Austurlandi mun eyðast að jafnaði minna hey í fullorðið fé en gerist t. d. á Geithellum og í Múla. Þegar sunnar dregur frá Álftafirði, tekur Hornafjörður- inn við. En er þangaö kom var orðið svo áliðið tímans og tíðin hagstæð, að einstöku menn voru búnir að sleppa fé úr húsum. Fjárskoðun fór þó nokkuð reglulega fram í Lónshreppi, en er sunnar kom, var fé flest komið út um hvippinn og hvappinn, svo fjárskoðanir fyrirfórust að meira eða minna leyti. Að vísu ferðaðist eg allvíða um næstu hreppa, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi og hélt fundi með mönnum þar eins og annars staðar; en, þar eð fjárskoðun

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.