Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Blaðsíða 21
23
varð ekki eins víðtæk í þessum hreppum og til var ætlast,
læt eg hjá líða að láta fjárræktarinnar þar nánar getið.
Frá Hornafiröi fór eg með „Drífunni" 5. maímánaðar
til Reyðarfjarðar, og hefi eg þá verið 2 mán. í ferðinni.
Þegar hér er komið sögunni kvisaðist það fljótt, að
umgangsveiki sú er „Inflúensa" heitir, væri á Seyöisfirði,
og þaðan barst hún út á nokkur heimili á Fljótsdalshéraði.
En tii þess að forðast meiri útbreiðslu hennar, var sam-
göngubann sett milli Reyðarfjarðar og Héraðs og annara
Austfjarða, er frést hafði til veikinnar. Þetta samgöngu-
bann stóð yfir í 5 vikna tíma og olli sambandinu, sem al-
menningi, er bannið náði til, ýmsra óþæginda. Eins at-
riðis skal að eins láta getið í þessu sambandi og það er
áburðartilraunir, er nokkur búnaðarfélög á sambandssvæð-
inu ætluðu að framkvæma. Sambandið útbýtti 25 pd. af
köfnunarefnisáburði til 12 búnaðarfélaga í því skyni, aðgera
samkynja áburðartilraunir á tún — fyrri og seinni slátt —
en áburöurinn komst víða ekki til skila, sökum bannsins,
fyrr en um seinan, til þess að hægt væri að framkvæma
fyrri tilraunina; og þar eð háarvöxtur brást all víða hér
eystra síðastliðið sumar, má heita, að báðar tilraunirnar
séu mislukkaðar og þær verði að endurtakast á næsta ári
eða síðar, ef þær eigi að ná tiigangi sínum, að sýna gildi
þess áburðar fyrir túnræktina.
Það, er næst lá hendi í verkahring ráðunauts, var, að
sækia hina fyrirhuguðu búsáhalda ýningu í Reykjavík. í
það gekk mánaðartími. Með því að sýningunni hefur all-
ýtarlega verið lýst í blöðum og tímarítum, sé eg ástæðu-
laust að láta hennar hér nánar getið. Það eitt skal tekið
fram, að tilgangur fararinnnar var aðallega sá að kynnast
njftízku verkfærum, er kynnu að vera á sýningunni og festa
kaup á einhverjum þeirra eða öðrum áhöldum, sem mjög
gagnleg væru fyrir sambandið. Og á sýningunni keypti eg