Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 24

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Page 24
okt., og hefi eg látið þeirra all ítarlega getið í skýrslu til Búnaðarfélags íslands. Frá þeim tíma til 11. d,asember dvaldist eg að mestu í Reyöarfiðri við skýrslugerðir og ýmiskonar útréttingar fyrir sjálfan mig og sambandið. En að þeim tíma liðnum fór eg í fjárskoðanatúr til Norðfjarðar, Eskifjarðar og Helgu- staðahrepps, og var í þeirri ferð fast til hátíða. í Norðfjarðarhreppi varð minna úr fjárskoðunum fyrir mér en til hafði verið ætlast, orsökin til þess var sú, að 'énaður var þá ókominn á hús, nema hrútar, og þá sá eg á flestum bæjum. Einna bezt leist mér á hrúta þar á Skorrastað, Kirkjubóli, Framskálateigi og Skuggahlíð. I Eskifiröi og Helgustaðahreppi sá eg fénað allan á flestum heimilum; og sýnist mér að Fr ðgeir kaupm. Hall- grímsson mundi eiga vænsta féð þar, Ólafur Helgason á Helgustöðum og Árni Jónasson á Svínaskála; en vænstan hrútinn á þessu svæði átti Tryggvi Hallgrímsson fyrv. póstur, og var sá hrútur kominn útaf þingeysku fé í aðra ættina. Eftir hátíðarnar byrjuöu svo fjárskoðanir í Fljótsdals- héraði, og þegar hér var komið sögunni, hefi eg ferðast um eftirfarandi hreppa: Fell, Tungu, Hlíð og Jökuldal og á væntanlega ófarið enn á þessum vetri, um Vopnafjörð og Strandir. En skýrslur yfir þessi ferðalög birtast væntan- lega í næsta ársriti sambandsins, og læt eg því hér staðar numið aö sinni. Reyðarfirði 28. febr. 1922. Lúdvík Jónsson.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.