Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Síða 26
28
Hér fer á eftir sýnishorn af efnasamsetning nokkurra
algengustu fæðutegunda vorra:
E«gjahv. Fita Kolvetni Tréefni Salt. Vatn
Nautakjöt 22,5 4,5 i» »» 1,2 71,8
Þorskur 16,0 0,5 »» ? ?
Rúgmjöl 10,0 1,0 74,0 0,5 0,5 14,0
Kartöflur 2,0 »» 20,0 1,0 1,0 76,0
Kúamjólk 3,7 4,4 3,5 »» 0,8 87,6
Taflan sýnir, að með samanburði á korni og kartöfl
um, mun rúgmjölið hafa sem næst 3,5 sinnum meira nær-
ingargildi en kartöflurnar. En nú er þess að geta, að kar-
töflurnar eru mun drýgri og Ijúffengari matur í bú að leggja
en kornið; svo hið eiginlega notagildi þeirra er hlutfalls-
lega miklu meira heldur en ofangreindur samanburður sýnir,
þegar alt kemur til sögunnar. Eg hef líka heyrt gamla
heimilisfeður segja, að þeir teldu ekki vanreiknað, að leggja *
hálfa þriðju tunnu af kartöflum til búsins, móti einni rúg-
tunnu.
Ef um hagnýtan og hollan kost er uð ræða, kemur fyrst
til greina efnablöndun fæðunnar. Odýr og góð fæða hefur
efnasamsetning í réttum hlutföllum við líkamsþarfirnar. En
eftir því sem talið er, eiga næringarefnahlutfölhn í daglegri
fæðu fullorðins manns að vera sem hér segir: 120 g .
eggjahvíta, 60 gr. fita og 500 gr. kolvetni (sykurefni). Ef
nú er litið á töfluna, þá sést, að aðal næringargildið í
nautakjöti og þorski er innifalið í eggiahvítuefnum og fitu
og ekki í kolvetnum, sem vér þörfnumst þó mest af í
fæðunni. En þau eru hlutfallslega langmest í kartöflum
og rúgmjöli.
Þess var áður getið, að allar nauðsynjar okkar í korn-
vörum þyrftu að koma frá útlöndum, því um kornyrkju
væri vart að tala í landinu; en því meiri ástæða er þá ekki