Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 27
29
fyrir oss, að fullnægja þörfum vorum í kartöfluræktinni?
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þótt kc rtöflurækt-
in hér á landi allvíða gefi 10—20 falda uppskeru, er í hvaða
landi sem vera skal má heita allgó !ur vöxtur, þá eru ár-
lega fluttar til landsins kartöf ur fyrir marga tugi þúsunda
króna. Mikið mun þó ávanta, að kartöfluneyslan hjá oss
sé eins mikil og hjá nágrannaþjóðum vorum; er sú ályktun
mín þó ekki bygð á neinum hlutfallstölum, heldur lítilli
eigin reynslu.
í þau 8 ár, sem eg dvaldist erlendis (í Danmörk og
Bretlandi) man eg ekki til að liði sá dagur, sem kartöflur
voru ekki á borð bornar. Þar virtist mér era sú regla,
sem eg þekti til, að skamta kartöflur til miðdags alt árið
í kring með einhverskonar kjöt- eða fiskrétti, og auk þess
voru kartöflur stundum hafðar í spónamat — sem fyrir eða
eftirréttur við miðdagsborðið. Mér er enn í fersku minni
eitt litiö atvik. sem fyrir kom í Lundúnaborg sumarið 1917
er eg dvaldist þar. Það kvisaðist þá einn góðan veð-
urdag að kartöflubirgðirnar í landinu væru að þrotum
komnar og kartöflur væru ekki í bili fáanlegar neinstaðar
að, af hernaðarsökum. Við þessar fregnir ætluðu hús-
mæðurnar alveg að komast í bobba með matreiðsluna, því
þær gátu ekki hugsað sér neinn mat á borð að leggja
stað kartaflanna; að skamta brauð eða annan kornmat í
allar máltíðir með kjöti og fiskrétti, það fanst þeim ekki
geta gengið, fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu, að
það var óhófleg matareyðsla og í öðru lagi hitt, að það
þótti alt of kröftug fæða. — Reyndar kom aldrei til þess,
að kartöflurnar þrytu í þetta sinn í borginni, en ekki man
eg á hvern hátt rættist úr hinum yfirvofandi vandræðum
húsmæðranna.
Mér er því miður ekki vel ljóst um kartöfluneyzluna
alment hér á landi. en að svo miklu leyti sem eg til þekki