Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 30

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 30
32 spretta jafnan vel í nýbrotnum eða rotnandi jarðvegi, sé ha: n frjór og önnur nauðsynleg skilyrði til staðar fyrir kartöfluræktinni; og þar sem svo til hagar, má lengi rækta kartöflur áburðarlítið, með áraskiftum á landinu. — Slíka staði hygg eg að megi finna á Fljótsdalshéraði, í Fljóts- dalnum eða upp ;neð Lagarfljóti. þriðja, og líklega veigamesta ráðið gegn áburðarskort- inum er notkun tilbúins áburðar. Bretar nota mikið þenna áburð ásamt öðrum til kartöfluræktar, og þeim hefir gef- ist hann ágætlega. Þeir segiast fá betri og fult eins mikla uppskeru, þegar borið sé á landið alt að helmingi — eftir notagildi áburðar — af hvorri tegund (verslunaráburði og húsdýraáburði) heldur en húsdýraáburður einvörðungu. Einar Helgason hefur sagt mér. að samkvæmt sinni reynslu, teldi hann 50 vagnhlöss húsdýraáburðar, á dagsláttu hverja, hæfilegan áhurð í kartöflugarða. Og gegn helming þess (25 hlössum) mun sanni næst að leggja — samkvæmt breskri reynslu — 250 kg. af verslunaráburði, af eftirfarandi tegund- i m. 50 kg. köfnunarefnis, 150 kg. fosforsýru og 50 kg. kalíáburði. Slíkur áburður er hér á landi enn lítt reyndur til kartöfluræktar, en með honum er líklegt að megi að einhverju leyti bæta úr áburðarþörfinni. Sáning og undirbúningur. Landið mágjarna plægja að haustinu til og liggja í plógstrengunum yfir veturinn. Á vorin byrjar jarðvinslan (plæging og herfingar) eins snemma og tíðin leyfir, til þess að klaki og óþægilegt vatn losni sem fyrst úr jarðveginum. Og þegar jarðvegurinn er hæfi- lega þurr, djúpunninn og og vel mulinn, og tími er kominn til sáningar. er landið hryggjað með hinum svonefnda kart- öfluplóg" — sem til aðgreiningar frá algengum plóg hef- ur tvöfalda moldvörpu — og skal 60—70 cm. vera milli hryggja eða rása, er renna í norður og suðurátt. Þessu næst er borið í garðinn, bæði húsdýra- og verzlunaráburð-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.