Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 31

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1920, Qupperneq 31
33 ur, og er hinum fyrnefnda dreyft í rásirnar, en hinum síð- arnefnda um allan garðinn. Og samhliða áburðarbreiðsl- unni er kar öflunum sáð með 20—30 cm. millibili f rásirn- ar, (verða þá kartöflumillibi'in 60—70 cm. milli raða, en 20—30 cm. í röðinni). Kartöflunum er þó ekki sáð í miðja rásina eins og áburðinum, heldur er þeim stungið lauslega í hliðina á moldarhryggnum, svo hesturinn troði þær síður undir fótum sér í næstu umferð eftir rásunum. En er á- burðarbreiðslu og sáningu er lokið, er hryggjunum skift eft- ir endilöngu með hinum fyrnefnda kartöflaplóg, og þarmeð er moldu varpað yfir kartöflnrnar og áburðinn. Qarðurinn er þó við þessa yfirferð í hryggjum eftir sem áður; mun- urinn er einungis sá, að í stað hryggja hafa komið rásir og gagnstætt og kartöflurnar, sem fyr voru í rásinni, eru nú undir hryggjunum. Garðhreinsunin er seinlegt verk, þegar að því er unnið meö hö dunum, en létt og fljótunnið með hestkrafti og verkfærum. Yfir gróðrartímann má haga þeirri vinnu nokkuð á þessa leið: Um viku til hálfsmánaðartíma eftir sáningu — áður en kartöfluspírurnar fara að nálgast yfir- borðið — má tara um garðinn með léttu gaddaherfi. (Sóp- ast við það á að giska 2—4 cm. þykt moldarlag af hryggj- unum niður í rásirnar, og þarmeð raskast jarðyfirborðið ásamt ró þeirra illgresa, er kynnu að vera farnar að festa rætur). Að nokkrum dögum hér frá liðnum er viðlíka jarð- lagi aítur varpað upp úr rásunum á hryggina með kar- töfluplóg. Eftir að kartöflugrasið er komið upp fer arfa- reitingin á hryggjunum fram með handverkfærum, en í rás- unu 'i með hestaverkfærum. Og þegar grasið er 20—30 cm. á hæð, er hlúð að kartöflunum sem kallað er, moldu varpað úr rásunum að grasinu með kartöfluplóg — og það þarf að endurtaka ef til vill tvisvar sinnum fyrir uppsker- una. 3

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.