Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 6
6 LANDSBÓKASAFNIÐ 1974 völva sá fyrir sér á 14. öld. En hún er nánast upphaf bókmennta með Svíum. Þess nýt- ur hún nú með fornri helgi, og hér eru komnar vandaðar útgáfur Opinberana hennar, bæði á latínu og í sænskum þýðingum. Margt er hér bóka um sögu Svía og land þeirra. „Það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,“ var einhvern tíma sagt. Lesandinn er að litlu bættari, þó að heiti þeirra séu tal- in upp. Ég verð þó að hrella hann með því að brjóta þessa ágætu reglu og nefna fáein- ar þeirra: Sankt Eriks ársbok 1903-73 fjallar um byggðasögu. Slott och herresaten í Sverige, mikið praktverk í 18 bindum. Den svenska historien, gefin út á árunum 1966-68, og Svenska turistföreningens ársskrift, 89 árgangar, þar sem saman er dreg- inn mikill fróðleikur víðs vegar að um landið. Töluvert er hér af bókum, sem fjalla um sögu einstakra héraða og borga og allmargt ævisagna, þeirra á meðal sjálfsævisaga Tage Erlanders, fyrrum forsætisráðherra, í tveimur bindum. Af fögrum bókmenntum er fremur fátt. Þar er þó að finna heildarútgáfu á ritum Frödings í 16 bindum og Strindbergs í 55 bindum, sem safnið átti raunar fyrir, og bréfa hans í 14 vænum bindum. Þó að bókagjöfin fjalli einkum um Svíþjóð á vorum dögum, þá eru hér nokkrar eldri bækur. Svíar hafa ekki látið sig muna um að ljósmynda hluta sumra þeirra, ef ekki var hægt að hafa upp á þeim á annan hátt. Flest eru þetta ferðasögur frá síðari hluta 18. aldar og byrjun hinnar 19., þar sem sænskir ferðalangar leggja leið sína heima og erlendis og segja frá því, sem ber fyrir augu. Þeirra á meðal eru ferðasögur Pehr Kalms um nokkur héruð Svíþjóðar og til Norður-Ameríku (hin síðast nefnda er raunar á hollenzku, en Landsbókasafn á sænsku útgáfuna). Bók þessi kom út um miðja 18. öld og birti mönnum um norðanverða Evrópu fyrsta glögga yfirlitið um meginland það hið mikla, sem nú eru Bandaríkin og Kanada, og það mannlíf, sem þar var þá á ferli. Einhverjir kynnu að sakna þess, að ekkert af ferðasögum Linnés er með, en Landsbókasafn á margt þeirra, og það munu þeir, sem söfnuðu í gjöf þessa, hafa vitað. Ekki verður lokið svo við þessa stuttu frásögn, að minnast ekki á útlit og frágang bókanna. Margar þeirra eru bundnar í það band, sem útgefendur bjuggu þeim. Aðrar eru bundnar með mikilli prýði og ugglaust ekki minni kostnaði í drifhvítt bókfell. Slíkar bækur hljóta að vera hið mesta augnayndi hverjum, sem gaman hefur af að handleika og leiða sjónum fagrar bækur.“ Ingrid Bergom-Larsson bókavörður við Konunglega bókasafnið i Stokkhólmi, er falið var að draga saman efni í umrædda bókagjöf og var í sænsku sendinefndinni, er hingað kom seint í júlí til þátttöku í hátíðarhöldunum þá, færði sjálf Landsbókasafni að gjöf merkisrit, 8. bindið í flokkinum Le voyageur frangois, ou la connoissance de l’ancien et du nouveau monde, Paris 1768, en í bindinu er m. a. kafli um Island (165.- 214. bls.) Bókagjöf Svía fylgdu ennfremur forkunnargóð hljómburðar- og upptökutæki auk verulegs safns af hljómplötum með margvíslegu efni, en þó einkum röddum ýmissa merkra Svía, stjórnmálamanna, skálda o. s. frv. Kom Christer Ostlund, umsjónarmað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.