Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 9
9
|
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974
I Arbók Háskóla Islands um háskólaárið 1963-64 var birt skipulagsskrá fyrir Minn-
ingarsjóð drs. Rögnvalds Péturssonar til eflingar íslenzkum fræðum (nr. 79, 11. maí
1964). Stofnendur sjóðsins voru frú Hólmfríður Pétursson og Margrét dóttir þeirra
hjónanna, og stofnuðu þær hann á áttatíu og þriggja ára afmæli Rögnvalds Pétursson-
ar, 14. ágúst 1960. Sjóðurinn skyldi vera eign Háskóla íslands, og hafa þegar margir
efnilegir fræðimenn hlotið styrk úr honum. Höfuðstóll sjóðsins var um síðustu ára-
mót 2 milljónir og 782 þús. krónur.
Frú Hólmfríður Pétursson lézt í Winnipeg 10. marz 1971. Áður en hún dó, hafði
hún ákveðið í samráði við börn sín að gefa bókasafn drs. Rögnvalds heitins til íslands,
og samkvæmt ákvörðun eftirlifandi barna þeirra hjóna, Margrétar og Olafs, í nóvem-
ber 1971 skyldi safnið ganga til Landsbókasafns Islands og Háskóla íslands sameigin-
lega til varðveizlu í hinni nýju þjóðarbókhlöðu, þegar þar að kæmi. Þau Margrét og
Ólafur fengu listamann vestan hafs, prófessor Gissur Elíasson, til að gera bókmerki,
er límt yrði í hverja bók.
Safn drs. Rögnvalds Péturssonar barst hingað til lands í október, og verður það
varðveitt fyrst um sinn í Landsbókasafni.
Safnið er alls um 1100 bindi bóka, nær öll innbundin og mörg í forkunnarvönduðu
bandi. Rögnvaldur Pétursson var mikill bókamaður, í senn víðlesinn og vel lesinn,
og ber bæði efni safnsins og búningur þess honum fagurt vitni.
Davíð Björnsson fyrrum bóksali í Winnipeg sendi Landsbókasafni á árinu að gjöf
ýmis fágæt íslenzk rit, prentuð bæði austan hafs og vestan, en hann dregur jafnframt
saman árlega það, sem prentað er á íslenzku eða varðandi íslenzk efni í Kanada, og
sendir safninu.
Erfingjar sænska íslandsvinarins Viggo Zadigs í Malmö gáfu Landsbókasafni bóka-
safn hans og ýmis fleiri gögn fyrir meðalgöngu Sven E. Byhrs vararæðismanns Islands
í Malmö, er annaðist um og kostaði sendingu gjafarinnar til íslands. I gjöfinni eru
mestmegnis íslenzkar bækur og gögn varðandi ísland, bréf, handrit, myndir o. fl.
Alþýðulýðveldið Þýzkaland gaf á árinu rúmt hundrað bóka. Voru í gjöfinni m. a.
allmörg bindi þýzkra þýðinga Norðurlandabókmennta, ýmis samtíðarrit þýzk, hand-
bækur, uppsláttarrit, listaverkabækur o. fl.
Páll Sigurðsson bókavörður á Keldum afhenti úr dánarbúi Bjarnfríðar Einarsdóttur
ýmis rit um hannyrðir, bæði íslenzk og erlend.
Nú verða taldir aðrir gefendur bóka, einstaklingar og stofnanir, og fara fyrst nöfn
íslenzkra gefenda:
Agnar Þórðarson bókavörður, Reykjavík. - Dr. Ari Brynjólfsson, Wayland, Bandaríkjunum. -
Björn J. Blöndal rithöfundur, Laugarholti. - Bragi Jónsson skáld, Hoftúnum. - Böðvar Kvaran sölu-
stjóri, Reykjavík. - Bændaskólinn á Hvanneyri. - Einar Sigurðsson háskólabókavörður, Reykjavík.
- Dr. Einar 01. Sveinsson, Reykjavík. - Eiríkur Benedikz sendiráðunautur, London. - Elliheimilið
Grund, Reykjavík. - Elsa E. Guðjónsson safnvörður, Reykjavík. - Elsa G. Vilmundardóttir jarð-
fræðingur, Reykjavík. - Eysteinn Sigurðsson cand. mag., Reykjavík. - Framkvæmdastofnun ríkisins,
Reykjavík. - Friðrik Þórðarson cand. philol., Osló. - Geir Jónasson borgarskjalavörður, Reykjavík.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson kennari, Reykjavík. - Guðmundur Björnsson augnlæknir, Reykjavík.