Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 119

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 119
HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM 119 unglingafræðslu og æðri menntun, þar sem jafnframt var gert ráð fyrir stuðningi við bókasöfn eftir því sem við átti í hverjum þætti, auk annarrar lagasetningar, er fól í sér viðurkenningu á skyldum alríkisvaldsins til að styðja ýmiss konar bókasafnaþjónustu. Amerískir bókaverðir lifðu þarna 15 ára skeið óvenjulegs opinbers stuðnings, óvenju- legs frá amerísku sjónarmiði, því að venjan hafði verið sú, að einstök ríki höfðu að mestu sjálf kostað þess háttar menningarstarfsemi, en ekki notið til hennar styrks af alþjóðarfé. Nauðsynlegt er, að mönnum sé ljóst, við hvað er átt, þegar svo er tekið til orða. Þegar ég tala um ríkisstjórn, ríkiseftirlit eða ríkisstyrk, á ég við hvert einstakt hinna 50 Bandaríkja, en ekki alríkisstjórnina. I Bandaríkjunum er staðinn mjög strangur vörður um rétt og sjálfstjórnarréttindi einstakra ríkja: alríkisstjórnin annast hins veg- ar ýmiss konar eftirlit og umsjón mála, sem geta ekki verið á færi eða í valdi einstakra ríkja, svo sem landvarnir, sameiginleg mál einstakra ríkja eða alþjóðamál, svo sem samgöngur og verzlun; veitingu ríkisborgararéttar í Bandaríkjunum. Fræðslumál heyra hins vegar undir hvert einstakt ríki, og jafnvel þegar um alríkisstyrk til fræðslumála eða hókasafna er að ræða, hafa einstök ríki rétt til að hafna honum, ef þau vilja ekki fullnægja þeim skilyrðum, sem slíkur styrkur er bundinn, og sum ríki höfnuðu honum. Flest ríkjanna tóku þó við honum fegins hendi bæði til fræðslumála og bókasafna undanfarin 18 ár, og bókaverðir og þjóðfélagsfræðingar héldu, að þetta mundi halda áfram að vaxa að eilífu, en síðan skyndilega eftir allt þetta meðlæti urðum við að horfast i augu við gerbreytt viðhorf til opinberra fjárveitinga eða svo snögg umskipti, að við liggur, að felldur verði gersamlega niður alríkisstyrkur til hvers konar bóka- safnamála. Mörg bókasöfn höfðu hafið starfsemi, sem þau nú urðu sjálf að standa straum af fjárhagslega; mörg höfðu bætt við starfsliði og aukið starfsemi, er þau gátu ekki veitt sér án utanaðkomandi styrks. Mörg safnanna voru farin að halda, að alríkis- styrkurinn væri ekki aðeins viðbót við það fé, sem fyrir var til ráðstöfunar, heldur kæmi það í rauninni í staðinn fyrir það og hægt væri að treysta á það um allan aldur. Menn hafa orðið að endurskoða viðhorf sín bæði til þess, hvaðan styrks sé að vænta, og hins, hvaða útgjöld eigi rétt á sér, og þegar samin er fjárhagsáætlun vegna bóka- safnaþjónustu, er nú jafnan spurt um það, hversu hún muni svara kostnaði. Þótt hinn opinberi styrkur hafi ekki verið lækkaður jafnmikið og áhorfðist í fyrstu, verðum við í allri áætlunargerð að fara mjög gætilega í sakir og jafnvel af mikilli íhaldssemi. Við eigum með öðrum orðum við að etja vanda af völdum dýrtíðar, vanda, sem þið einnig þekkið. Áhrif þessarar aðsjálni í fjárveitingum hafa skiljanlega beint athygli bókavarða að tvennu: annars vegar að notkun véla og þeim sparnaði, er hún kunni að leiða til án þess að niður komi í nokkru á þjónustu; og hins vegar á þessu tímabili minni fjár- ráða að starfsliði safnanna og velferð þess. Ekki þarf að koma til átaka milli þessara tveggja þátta bókasafnaþjónustunnar - vélarinnár og mannsins, þótt það beri stund- um við. Tilkoma slíkrar tækni sem ljósritunarvélar (Xerox), hinna nýrri fjölmiðla sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.