Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 9
9 | LANDSBÓKASAFNIÐ 1974 I Arbók Háskóla Islands um háskólaárið 1963-64 var birt skipulagsskrá fyrir Minn- ingarsjóð drs. Rögnvalds Péturssonar til eflingar íslenzkum fræðum (nr. 79, 11. maí 1964). Stofnendur sjóðsins voru frú Hólmfríður Pétursson og Margrét dóttir þeirra hjónanna, og stofnuðu þær hann á áttatíu og þriggja ára afmæli Rögnvalds Pétursson- ar, 14. ágúst 1960. Sjóðurinn skyldi vera eign Háskóla íslands, og hafa þegar margir efnilegir fræðimenn hlotið styrk úr honum. Höfuðstóll sjóðsins var um síðustu ára- mót 2 milljónir og 782 þús. krónur. Frú Hólmfríður Pétursson lézt í Winnipeg 10. marz 1971. Áður en hún dó, hafði hún ákveðið í samráði við börn sín að gefa bókasafn drs. Rögnvalds heitins til íslands, og samkvæmt ákvörðun eftirlifandi barna þeirra hjóna, Margrétar og Olafs, í nóvem- ber 1971 skyldi safnið ganga til Landsbókasafns Islands og Háskóla íslands sameigin- lega til varðveizlu í hinni nýju þjóðarbókhlöðu, þegar þar að kæmi. Þau Margrét og Ólafur fengu listamann vestan hafs, prófessor Gissur Elíasson, til að gera bókmerki, er límt yrði í hverja bók. Safn drs. Rögnvalds Péturssonar barst hingað til lands í október, og verður það varðveitt fyrst um sinn í Landsbókasafni. Safnið er alls um 1100 bindi bóka, nær öll innbundin og mörg í forkunnarvönduðu bandi. Rögnvaldur Pétursson var mikill bókamaður, í senn víðlesinn og vel lesinn, og ber bæði efni safnsins og búningur þess honum fagurt vitni. Davíð Björnsson fyrrum bóksali í Winnipeg sendi Landsbókasafni á árinu að gjöf ýmis fágæt íslenzk rit, prentuð bæði austan hafs og vestan, en hann dregur jafnframt saman árlega það, sem prentað er á íslenzku eða varðandi íslenzk efni í Kanada, og sendir safninu. Erfingjar sænska íslandsvinarins Viggo Zadigs í Malmö gáfu Landsbókasafni bóka- safn hans og ýmis fleiri gögn fyrir meðalgöngu Sven E. Byhrs vararæðismanns Islands í Malmö, er annaðist um og kostaði sendingu gjafarinnar til íslands. I gjöfinni eru mestmegnis íslenzkar bækur og gögn varðandi ísland, bréf, handrit, myndir o. fl. Alþýðulýðveldið Þýzkaland gaf á árinu rúmt hundrað bóka. Voru í gjöfinni m. a. allmörg bindi þýzkra þýðinga Norðurlandabókmennta, ýmis samtíðarrit þýzk, hand- bækur, uppsláttarrit, listaverkabækur o. fl. Páll Sigurðsson bókavörður á Keldum afhenti úr dánarbúi Bjarnfríðar Einarsdóttur ýmis rit um hannyrðir, bæði íslenzk og erlend. Nú verða taldir aðrir gefendur bóka, einstaklingar og stofnanir, og fara fyrst nöfn íslenzkra gefenda: Agnar Þórðarson bókavörður, Reykjavík. - Dr. Ari Brynjólfsson, Wayland, Bandaríkjunum. - Björn J. Blöndal rithöfundur, Laugarholti. - Bragi Jónsson skáld, Hoftúnum. - Böðvar Kvaran sölu- stjóri, Reykjavík. - Bændaskólinn á Hvanneyri. - Einar Sigurðsson háskólabókavörður, Reykjavík. - Dr. Einar 01. Sveinsson, Reykjavík. - Eiríkur Benedikz sendiráðunautur, London. - Elliheimilið Grund, Reykjavík. - Elsa E. Guðjónsson safnvörður, Reykjavík. - Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingur, Reykjavík. - Eysteinn Sigurðsson cand. mag., Reykjavík. - Framkvæmdastofnun ríkisins, Reykjavík. - Friðrik Þórðarson cand. philol., Osló. - Geir Jónasson borgarskjalavörður, Reykjavík. - Guðjón Ármann Eyjólfsson kennari, Reykjavík. - Guðmundur Björnsson augnlæknir, Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.