Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 7
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974 7 ur hljóðdeildar (Nationalfonoteket) Konunglega bókasafnsins í Stokkhólmi hingað snögga ferð seint í janúar til að athuga aðstæður í Landsbókasafni vegna fyrirhug- aðrar gjafar upptöku- og hljómburðartækja þeirra, er hér um ræðir. Sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Frederick Irving, afhenti þriðjudaginn 17. sept- ember í Landsbókasafni merka bókagjöf, en hún var ein þeirra gjafa, er fulltrúi Bandaríkjastjórnar á þjóðhátíðinni fyrr um sumarið, Rogers C. B. Morton innanrík- isráðherra, tilkynnti, að Bandarikjamenn hygðust gefa íslendingum í tilefni af 11 alda afmæli íslandsbyggðar. Meginhluti umræddrar gjafar er safn Ijósprentaðra rita frá fjögurra alda skeiði amerískrar sögu 1493-1893. Safnið nefnist The March of America Facsimile Series, hundrað bindi alls auk bókfræðilegrar greinargerðar í sérsöku bindi. Rit safnsins ná allt frá skýrslu Kolumbusar um hinar nýfundnu eyjar, prentaðri í Róm 1493 (Col- ombo, Cristoforo. Epistola de insulis nuper inventis), til hins kunna verks um þátt jaðrabyggðarinnar í amerískri sögu eftir sagnfræðinginn Frederick Jackson Turner, prentaðs í Washington 1893 (The Significance of the Frontier in American History). En sameiginlega er ritum safnsins ætlað að bregða í frásögnum og lýsingum samtíðar- manna hverju sinni margvíslegri birtu yfir þróun amerísks samfélags á fyrrnefndum fjögurra alda ferli þess. Rit þau, er valin voru í safn þetta, eru flest afar fágæt og léð til prentunar í þessu skyni úr söfnum sem The William L. Clements safninu við Michiganháskóla, þjóðbóka- safni Bandaríkjanna (Library of Congress) og bókasafni Princetonháskóla. Fyrir hverju bindi fer formáli, saminn á vegum Folger Shakespeare safnsins í Wash- ington, og er þar gerð sérstök grein fyrir bindinu og stöðu þess í bókmenntum síns tíma. Auk hins ljósprentaða safns, sem hér hefur verið vikið að stuttlega, eru í gjöfinni nokkur veigamikil rit frá síðustu árum um Bandaríkin og bandarísku þjóðina. Dr. Paul H. T. Thorlakson, fulltrúi Kanadastjórnar á 11 alda afmælishátíðinni,skýrði frá því mánudaginn 29. júlí, að hátíðargjöf Kanadamanna yrði fjölbreytt safn rita um Kanada og kanadísku þjóðina og yrði gjöfinni beint til Landsbókasafns íslands. Þessi góða gjöf hefur borizt í áföngum til landsins nú á þessu ári, og verður vænt- anlega skýrt nánara frá henni, þegar hún er öll komin. Fproya Landsbókasavn sendi Landsbókasafni Islands að gjöf Seyðabrævið svo- nefnda frá 1298 í fagurri ljósprentaðri útgáfu. Seyðabrævið var réttarbót Hákonar hertoga Magnússonar til handa Færeyingum, en texti bréfsins er einkum varðveittur á tveimur skinnhandritum frá miðöldum, öðru íslenzku, og eru bæði varðveitt í Svíþjóð. I bréfi, er Sverri Egholm landsbókavörður Færeyinga ritaði með gjöfinni, segir, að hún sé send „í sambandi við 1100 ára tjóðarhátíð íslendinga . . . við bestu kvöðu okk- ara við ynskinum um eyðnugóða framtíð í menningarstarvssemi íslendsku tjóðar- innar“. Jákup Lindenskov, fulltrúi Færeyinga á 11 alda afmælishátíðinni í fyrra, skýrði frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.