Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 15
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974
15
kóngi o. fl. - Sigurgarðsrímur o. fl. - Sagan af Appoloníusi kóngi o. fl. — Þiðriks saga
af Bern.
Rímur af barndómi Jesú Krists m. h. Sighvats Grímssonar Borgfirðings.
Rímnabók: Hektor og kappar hans; Addoníus, hvort tveggja eftir Árna Sigurðsson
á Skútum. - Bernótus Borneyjarkappi eftir Magnús Jónsson í Magnússkógum.
Rímnakver með rímum eftir Gísla Konráðsson o. fl. með hendi Samúels Eggerts-
sonar.
Sagan af Líkafrón og hans fylgjurum.
Þessir aðilar afhentu handrit á árinu, þótt þeirra verði ekki getið nánara: Alfreð
Halldórssonar í Kollafjarðarnesi, Björn J. Blöndal rithöfundur, Laugarholti, Einar
Bragi skáld, Filippía Kristjánsdóttir, dr. Finnbogi Guðmundsson, dr. Finnur Sig-
mundsson, Gunnar M. Magnúss rithöfundur, Reykjavík, Helga Einarsdóttir, Kópa-
vogi, Helgi Tryggvason bókbindari, Reykjavík, Paul Albert Hiscock, St. John’s
New-Foundland, Jarþrúður Pétursdóttir, Málfríður Einarsdóttir, Margrét og Soffía
Jóhannesdætur, Reykjavík, Olafur Pálmason deildarstjóri, Kópavogi, Rithöfundafélag
Islands, erfingjar Viggo Zadigs, Malmö.
Landsbókasafn flytur öllum gefendum handrita beztu þakkir.
ÞJÓÐDEILD { þjóðdeild unnu á árinu sem fastir starfsmenn auk Ólafs Pálma-
sonar deildarstjóra bókaverðirnir Haraldur Sigurðsson, Nanna
Bjarnadóttir og Helgi Magnússon. Ennfremur unnu í stundavinnu hluta úr degi Anna
Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir og Sigbergur Friðriksson.
Ritauki þjóðdeildar nam á árinu 2.897 færslum í aðfangaskrá (1973: 4. 141), en í
árslok lá nokkurt efni óinnfært. 48 prentsmiðjur og önnur fjölföldunarfyrirtæki skil-
uðð efni til safnsins skv. lögum nr. 11/1949, og átta aðilar afhentu skilaskylt efni, sem
unnið var erlendis.
Haldið var áfram endurskoðun á flokkun og skráningu eldra efnis, eftir því sem
tími vannst til, og lokið að miklu leyti endurskráningu rita í sagnfræði. Þá var unnið
að því að ganga skipulega frá flokkuðum hluta hinnar nýju spjaldskrár. Alls voru
flokkuð og skráð 4.162 verk (3.842), en nýjar færslur í spjaldskrá urðu 12.867
(15.215). í þessum tölum eru ekki blöð og tímarit, ársskýrslur og reikningar, sem
fært er á sérstakar skrár. Á árinu var tekinn upp nýr háttur við samningu skrár um ís-
lenzk rit, og verður nánara frá því greint síðar í þessu yfirliti.
Töluyfirlit um bókaútgáfu á árinu birtist í íslenzkri bókaskrá 1974 (Reykjavík
1975).
Þjóðdeildarefni var á árinu lánað til sex sýninga utan safns. Bæjar- og héraðsbóka-
safnið á Akranesi fékk til sýningar dagana 7.-15. apríl ýmsar útgáfur á verkum Hall-
gríms Péturssonar. I júní voru lánuð nokkur verk til sýningar að Laugum í Þingeyjar-
sýslu. Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi voru lánaðar erlendar ferðabækur um
Island til sýningar 12.-24. júní. Þá var komið fyrir sýningu í Reykholti dagana 6.-7.