Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 19

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Side 19
LANDSBÓKASAFNIÐ 1974 19 STARFSLIÐ Haraldur Sigurðsson bókavörður var í launalausu orlofi fró árs- byrjun og til júlíloka. Helgi Magnússon B. A. gegndi störfum Har- alds í fjarveru hans, en hann var síðan settur bókavörður við safnið frá 1. október 1974 að telja og kom í stað Ásgeirs Hjartarsonar, er lézt 24. júlí, eins og skýrt var frá í síðustu Árbók. Við fráfall hans tók þó Halldór Þorsteinsson bókavörður við gjald- kerastarfi því, er Ásgeir hafði gegnt um langt árabil ásamt öðrum störfum sínum við safnið. Tryggvi Sveinbjörnsson bókbindari, er var settur forstöðumaður bókbandsstofu safnsins 1. júni 1973, var skipaður forstöðumaður hennar frá 1. júní 1974. Birna Jónsdóttir var á árinu ráðin aðstoðarbókbindari hálfan daginn. Sjöfn Kristjánsdóttir B. A. var lausráðin frá ársbyrjun til ágústloka og annaðist einkum gæzlustörf á aðallestrarsal. Dr. Uno Willers ríkisbókavörður Svía bauð nokkrum hóp starfsbræðra frá Norður- löndum og víðar að til þriggja daga dvalar í Stokkhólmi 20.-22. maí, en þá skyldi vígja m. a. nýja bókalyftu í Konunglega bókasafninu og miklar bókageymslur, er það og fleiri rannsóknarbókasöfn nýta sameiginlega að Bálsta norðan Stokkhólms. Undirritaður sótti þennan fund, er var í hvívetna hinn fróðlegasti. FRUMVARP TIL Hinn 18. janúar var Menntamálaráðuneytinu sent samkv. tilmæl- LAGA UM SKá LDU- um þesg j j,refj 14 desember 1973 frumvarp til laga um skyldu- SKIL TIL SAFNA . , ,. ° * Al , skil til safna. Að samnmgu þess unnu undirritaður, Ulalur Pálmason deildarstjóri í Landsbókasafni og Knútur Hallsson skrifstofustjóri í Mennta- málaráðuneytinu. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi, en ekki verið afgreitt ennþá. í greinargerðinni segir svo m. a.: „I frumvarpi því til laga um skylduskil til safna, sem hér er lagt fram, er þess freist- að í upphafi að skýrgreina, hver sé raunverulegur tilgangur slíkra laga. En þeir að- ilar, sem skilaskyldir hafa verið samkvæmt lögum um afhending skyldueintaka til bókasafna, samþykktum á alþingi 24. febrúar 1949, hafa oft knúið á um það undan- farið, að lögin yrðu endurskoðuð og þá ekki sízt að því er varðaði tilgang þeirra og þar af leiðandi fjölda skyldueintaka.“ I frumvarpinu er tilgangur skilaskyldunnar talinn vera sá að tryggja: a) að unnt sé að varðveita til frambúðar það efni, sem skilaskylda nær til; b) að unnt sé að gefa út tæmandi skrár um þetta efni eða tiltekinn hluta þess; c) að efnið geti verið tiltækt til nota vegna rannsókna, opinberrar stjórnsýslu og ann- arra réttmætra þarfa. I frumvarpinu er gert ráð fyrir, að skyldueintökin verði fjögur og verði tvö þeirra varðveitt í Landsbókasafni (notkunareintak og geymslueintak), eitt gangi til Háskóla- bókasafns og annað til Amtsbókasafnsins á Akureyri. I frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því, að prentsmiðjur afhendi Landsbókasafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.