Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 104
104
LÝSING VESTMANNAEYJA FRÁ 1704-1705
Sig ofan af Súlnaskeri,
mynd Styrs Þorvalds-
sonar í UB. 1528 4to.
„Svo mikiö sem ég eftir frásögn þeirra gömlu manna, míns sáluga móðurafa, Klá-
usar Eyjólfssonar, og Magnúsar Egilssonar, forðum skipasmiðs í Vestmannaeyjum,
til minnast kunnu um rán Jóns Gentelmanns, afhenti ég skriflegt í fyrra sumar [o:
1704] herra sekreteranum, en hvernig sérhvað hefur til gengið í Tyrkjans tíð, get ég
ei að þessu sinni úrgjört, þar ég veit ei þá historíu hér nálægt að fá annars staðar en
hjá Erlendi Asmundssyni, þénara Vigfúsa Gíslasonar að Hofi í Skagafirði. Hjá honum
er hún skilmerkilega uppteiknuð, þó incerti autoris, kannski Kláusar sál. Eyjólfsson-
ar.“
Þetta bréf er óundirritað í handritinu og ódagsett.
1 handritaskrá Háskólabókasafnsins í Osló er þetta handrit talið vera frumrit séra
Gissurar, en það fær naumast staðizt, eins og síðar mun sýnt, og er þá auðsætt, hvers
vegna bréfið er ekki undirritað þarna.