Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 106

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 106
106 LYSING VESTMANNAEYJA FRA 1704-1705 Hér á eftir verða handritin tekin til athugunar eftir aldursröð samkvæmt niðurstöð- um mínum. 1. UB. 1528 4to (Háskólabókasafnið í Ósló). Descriptio Vestm.eya. Auctor síra Gissur Pétursson. Litel Tilvísun um Vestmannaeya Hattalag og Bygging. I handritaskrá er talið líklegt, að handritið sé eiginhandarrit höfundar. Ferill þess er óviss. Eg hef komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta handrit sé skrifað af Styr Þorvaldssyni prentara og bónda á Suður-Reykjum í Biskupstungum. 1 Skálholti var prentsmiðja á árabilinu 1685-1703. Árið 1703, þegar manntalið var tekið, bjó Styr á stólsjörðinni Suður-Reykjum og var þá 48 ára að aldri, og þar bjó hann enn 1729. Það var kunnugt, að Styr hafði um 1703 gert afrit af lýsingu Ölfushrepps eftir Hálf- dán Jónsson bónda á Reykjum í Olfusi fyrir Árna Magnússon. Beindist því athyglin að honum. I Landsbókasafni eru til nokkur handrit, sem Styr hefur skrifað. Við sam- anburð á Óslóarhandritinu og ÍB. 45 4to var ég ekki í vafa um, að þessi handrit væru skrifuð af sama manni. En til þess að taka af allan vafa bar ég handritið saman við manntal úr Biskupstungum 1703, sem Styr hefur ritað og undirskrifað. Styrshandritinu fylgja sex teikningar til skýringar á efninu: 1. Uppdráttur af Heima- ey með árituðum nokkrum örnefnum og bæjanöfnum. 2. Sig ofan af Súlnaskeri. 3. Snörun á svartfugli. 4. Súlnasker. 5. Hnoðaburður. 6. Tólfæringur undir seglum. Þessar myndir eru að sjálfsögðu eftirmyndir eftir frumgerð séra Gissurar. Það er ekki kunnugt, að Styr hafi verið svo kunnugur í Vestmannaeyjum, að hann hafi getað gert þessar myndir. Þær gefa góða hugmynd um það, sem þeim er ætlað að sýna, þó að þær séu viðvaningslega dregnar. Heimaeyjarmyndin hefur sérstöðu, því að þar kemur til kortagerð, og var varla annars að vænta en þar skakkaði allmiklu, sakir þess að byggt hefur verið á sjónhending, en ekki mælingum. Fylgir hér með mynd af uppdrætti séra Gissurar og til samanburðar útlínur uppdráttar Landmælinganna frá 20. öld. Hin latnesku heiti á lengd og breidd o. s. frv. benda ótvírætt til þess, að latínu- lærður maður hafi gert uppdráttinn, en hvorum á um að kenna, séra Gissuri eða Styr, að áletranirnar „standa á haus“, skal ósagt látið. Það virðist einkum hafa valdið rugl- ingi hjá teiknaranum, að Helgafell er alltof sunnarlega á eynni, og furðar mann á því, að séra Gissur skyldi flaska á þessu, því að hann segir í lýsingunni, að það sé nokkru austar en á miðri eynni. Sama máli gegnir um fjallgarðinn vestan við Herjólfsdal, hann nær alltof langt í suður. Mestar líkur eru til þess, að UB. 1528 4to hafi verið ritað 1705, strax eftir að lýsing séra Gisurar kom í hendur Árna Magnússonar. Þó hefði það getað verið ritað á ára- bilinu 1705-1712. Árni var hér á landi á því tímabili, en árið 1712 fór hann alfarinn til Danmerkur. Áður hjó hann um handrit sín í kistum til flutnings til Danmerkur, er betra færi gæfist. Það var þó ekki fyrri en 1720, að þau voru flutt til Danmerkur. Ókunnugt er, hvenær frumrit séra Gissurar af Vestmannaeyjalýsingunni og Frásögn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.