Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 109
LÝSING VESTMANNAEYJA FRÁ 170 4-1705
109
Tóljœringur undir seglum, mynd Styrs Þorvaldsscnar í UB. 1528 4to.
svarandi skrá á uppdrætti Sæmundar eru skráð 37 örnefni, og eru tíu þeirra ekki nefnd
í meginmáli lýsingarinnar.
Á öðrum uppdrætti af Heimaey og sjö úteyjum, Ny kgl. saml. 1088 b fol.: Litil
Afritzni[n]g yfir Vestmannaeyar, sem Sæmundur gerði árið 1776, er skrá yfir 44 ör-
nefni, ef úeyjanöfnunum er sleppt. Þessi uppdráttur er prentaður í Árbók Landsbóka-
safns 1972, 143. bls. Á þessum uppdrætti er Heimaey nær sanni, þó skekkjurnar ssu
margar. Verða þær ekki taldar upp hér, en örnefnafjöldinn sýnir það, að Sæmundur
hefur verið allkunnugur í Vestmannaeyjum, og mætti ætla, að hann hefði unnið að
uppdrættinum að einhverju leyti úti í Eyjum.
{ Árbókinni (138. bls.) er einnig prentað kort séra Sæmundar af Suðursíðu íslands
og Vestmannaeyjum, sem varðveitt er í Lbs. 113 4to. Það er talið vera frá 1777. Þar