Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Qupperneq 110
110
LYSING VESTMANNAEYJA FRÁ 1704-1705
Fuglasnörun í Vestmannaeyjum, mynd Sœmundar Hólms, Ny kgl. saml. 1677 4to.
eru Vestmannaeyjar dregnar upp af mikilli vanþekkingu og í engu samræmi við fram-
angreinda uppdrætti Sæmundar. Helzt mætti láta sér detta í hug, að þessi uppdráttur
Sæmundar væri afrit af uppdrætti Knoffs landmælingamanns. Minnir Vestmannaeyja-
uppdrátturinn á kort Knoffs, sem virðist gert, án þess að fyrir hendi væri nokkur þekk-
ing á lögun Vestmannaeyja.
Lagfæringar séra Sæmundar á myndunum eru flestar til bóta, t. d. er mynd hans
af fuglasnöruninni nær lagi.
4. MSteph. 55 4to í Árnasafni.
Undervísan um Vestmanna Eya Háttalag og Bygging.
Þetta handrit er komið í Árnasafn úr handritasafni Magnúsar Stephensens dóms-
stjóra landsyfirréttar.
Auk Vestmannaeyjalýsingarinnar eru á þessari bók margs konar skjöl og ritgerðir
skrifaðar með ýmsum rithöndum og á ýmsum tímum, en þó einkum á síðara hluta 18.
aldar. Aðalefni bókarinnar eru heimildir um atvinnuvegi á Islandi, t. d. konunglegar
tilskipanir um saltvinnslu, ritgerð Erlends Olafssonar sýslumanns um framfarir á Is-
landi frá 1771, skýrslur um vertíðarafla í Gullbringusýslu árið 1771 o. fl. Handrit
þetta virðist helzt komið frá Skúla Magnússyni landfógeta, og þá með rithöndum ým-
issa skrifara hans, þó ekki Guðmundar ísfolds. Vestmannaeyjalýsingin virðist helzt
vera afrit af Lbs. 123 4to, sem Guðmundur skrifaði, þó að það hafi sama titil og hand-
rit séra Sæmundar Hólms. Þessi handrit, Lbs. 123 4to og AM. MSteph. 55 4to, eru
bæði ómyndskreytt.
III
Ég vona, að ljóst sé nú, að UB. 1528 4to, Óslóarhandrit Vestmannaeyjalýsingarinn-
ar, sé ekki frumrit séra Gissurar Péturssonar, heldur afrit Styrs Þorvaldssonar prent-
ara á Syðri-Reykjum í Biskupstungum.