Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 114

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 114
114 GUÐBRANDSBIBLÍA í HAFNARBANDI orðanna stimplaður 8 mm hár S-laga stimpill. Á aftara spjaldi er miðflötur 125X68 mm, og innan tvíhöfða örn krýndur í skildi, og hlómaskrúð í hornum innan um borða gerðan úr snúnum köðlum. Ytri borðar eru svo eins og á fremra spjaldi. Ofan og neðan við miðflöt er letrað ANNO og 1602, og báðum megin þeirra þríhyrndur blóma- stimpill 18X16 mm að stærð, sem þrýst er ofan á blindstimpluð strik. Ekki hafa flúr- stimplar þessir fundizt á neinum þeirra eintaka Guðbrandsbiblíu, er greinarhöfundur hefur getað skoðað. Spjöldin eru allklóruð utan, en við bandið var gert (líklega seint á 19. öld), og voru þá settar pjötlur af óstimpluðu leðri, þar sem rifnað hafði af bandinu. Kjölur: Sex bönd og þrenn blindstrik ofan og neðan við hvort, og svo tígulmynda blómstimpill 28X17 mm að stærð í hverjum af 7 flötunum. Spennsli og annað málmverk: Bútar af spennum eru eftir á afturspjaldi, en smágöt á hornum og merki eftir málmplötur á spjaldahornum. Einnig er mark efst á fremra spjaldi, þar sem hlekkjafesti hefur verið sett á bókina, líklega á garðsbókasafni. Bönd, innan á kili gul og blá, augsýnilega sett á bókina, þegar gert var við hana. A spjaldaröndum, tvöföld lína blindstimpluð. Saurblöð: að framan og aftan er tvíblöðungur úr hvítum pappír, á aftara saurblaði er vatnsmerki (mynd af hogadyrum, og kastalaturn sitt hvorum megin, ofan á fótstalli merktum með stórum bókstaf, sennilegast T) mjög líkt merki nr. 3939 í E. Heawood: Watermarks, mainly of tlie 17th and 18th centuries, Hilversum 1950, sem talið er þýzkt frá 1581. Ferill: Bókin hefur sennilega verið bundin árið 1602 í Kaupmannahöfn fyrir Hallgrím Þórðarson; styður það málið, að auk eigandanafns, sem stimplað er á fremra spjald, er ritað neðarlega á ytri spássíu titilhlaðs Hallgrimus Tlieodori F. Islandus Haffniœ, 1602. 24 o(cto)bris. Hallgrímur þessi hefur verið Hallgrímur sonur Þórðar Þorláksson- ar bróður Guðbrands biskups, er útskrifaðist úr Hólaskóla 1599 og innritaðist þá í Hafnarháskóla. Hallgrímur var kominn heim um vorið 1603 og gekk i þjónustu hisk- ups, föðurbróður síns, en andaðist skömmu síðar á yfirreið með frænda sínum, og var drykkfelldni kennt um.7 Næst er biblía þessi í eigu hins þýzka lærdómsmanns Gerhard Elmenhorst (ca. 1580 -1621), er frægur var sem latínu- og grískusérfræðingur. Hann gaf hana hinum stór- fræga háskólamanni Joseph Justus Scaliger í Leiden (1540-1609), sem sjá má á árit- un neðst á titilblaði VIRO ILLVSTRI INCOMPERABILIO. IOSEPHO: SCALIGERO Iul. Cæs. Fil. Geuerhardus Elmenhorst D. D. (þ. e. hinum ágæta og óviðjafnanlega manni Joseph Scaliger, syni Julius Cæsar, gaf Gerhard Elmenhorst). í bréfi dag- settu Februar 16038 hafði Scaliger nefnt það við Elmenhorst, að sig langaði til þess að eignast íslenzka biblíu, og þetta eintak mun hafa fallið honum fljótt í hendur, því að 23. september sama árs skrifar hann enn og þakkar Elmenhorst gjöfina.9 Má
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.