Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 114
114
GUÐBRANDSBIBLÍA í HAFNARBANDI
orðanna stimplaður 8 mm hár S-laga stimpill. Á aftara spjaldi er miðflötur 125X68
mm, og innan tvíhöfða örn krýndur í skildi, og hlómaskrúð í hornum innan um borða
gerðan úr snúnum köðlum. Ytri borðar eru svo eins og á fremra spjaldi. Ofan og
neðan við miðflöt er letrað ANNO og 1602, og báðum megin þeirra þríhyrndur blóma-
stimpill 18X16 mm að stærð, sem þrýst er ofan á blindstimpluð strik. Ekki hafa flúr-
stimplar þessir fundizt á neinum þeirra eintaka Guðbrandsbiblíu, er greinarhöfundur
hefur getað skoðað. Spjöldin eru allklóruð utan, en við bandið var gert (líklega seint
á 19. öld), og voru þá settar pjötlur af óstimpluðu leðri, þar sem rifnað hafði af
bandinu.
Kjölur: Sex bönd og þrenn blindstrik ofan og neðan við hvort, og svo tígulmynda
blómstimpill 28X17 mm að stærð í hverjum af 7 flötunum.
Spennsli og annað málmverk: Bútar af spennum eru eftir á afturspjaldi, en smágöt á
hornum og merki eftir málmplötur á spjaldahornum. Einnig er mark efst á fremra
spjaldi, þar sem hlekkjafesti hefur verið sett á bókina, líklega á garðsbókasafni.
Bönd, innan á kili gul og blá, augsýnilega sett á bókina, þegar gert var við hana.
A spjaldaröndum, tvöföld lína blindstimpluð.
Saurblöð: að framan og aftan er tvíblöðungur úr hvítum pappír, á aftara saurblaði
er vatnsmerki (mynd af hogadyrum, og kastalaturn sitt hvorum megin, ofan á fótstalli
merktum með stórum bókstaf, sennilegast T) mjög líkt merki nr. 3939 í E. Heawood:
Watermarks, mainly of tlie 17th and 18th centuries, Hilversum 1950, sem talið er þýzkt
frá 1581.
Ferill: Bókin hefur sennilega verið bundin árið 1602 í Kaupmannahöfn fyrir Hallgrím
Þórðarson; styður það málið, að auk eigandanafns, sem stimplað er á fremra spjald,
er ritað neðarlega á ytri spássíu titilhlaðs Hallgrimus Tlieodori F. Islandus Haffniœ,
1602. 24 o(cto)bris. Hallgrímur þessi hefur verið Hallgrímur sonur Þórðar Þorláksson-
ar bróður Guðbrands biskups, er útskrifaðist úr Hólaskóla 1599 og innritaðist þá í
Hafnarháskóla. Hallgrímur var kominn heim um vorið 1603 og gekk i þjónustu hisk-
ups, föðurbróður síns, en andaðist skömmu síðar á yfirreið með frænda sínum, og
var drykkfelldni kennt um.7
Næst er biblía þessi í eigu hins þýzka lærdómsmanns Gerhard Elmenhorst (ca. 1580
-1621), er frægur var sem latínu- og grískusérfræðingur. Hann gaf hana hinum stór-
fræga háskólamanni Joseph Justus Scaliger í Leiden (1540-1609), sem sjá má á árit-
un neðst á titilblaði VIRO ILLVSTRI INCOMPERABILIO. IOSEPHO: SCALIGERO
Iul. Cæs. Fil. Geuerhardus Elmenhorst D. D. (þ. e. hinum ágæta og óviðjafnanlega
manni Joseph Scaliger, syni Julius Cæsar, gaf Gerhard Elmenhorst). í bréfi dag-
settu Februar 16038 hafði Scaliger nefnt það við Elmenhorst, að sig langaði til
þess að eignast íslenzka biblíu, og þetta eintak mun hafa fallið honum fljótt í hendur,
því að 23. september sama árs skrifar hann enn og þakkar Elmenhorst gjöfina.9 Má