Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 125

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Page 125
HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM 125 finnist samt einhverjir, sem líta aldrei í bók, - og bókaverðir hafa ætíð ekki einungis látið sér annt um þá, sem ólæsir eru, heldur öllu fremur um hina, sem kunna að lesa, en notfæra sér það ekki. Hinni nýju tækni er beitt og sömu leiðir farnar, hvort heldur tilgangur bókasafna- þjónustunnar er að greiða fyrir rannsóknum fræðimanna eða þjóna þeim, sem á engan hátt eru tamdir við spekiíþróttir. Almenningssöfn, söfn einstakra ríkja og svæða hafa á sama hátt og háskóla- og rann- sóknarbókasöfnin komið upp kerfi á samvinnugrundvelli í því skyni að geta veitt hvert sínum viðskiptavinum enn fullkomnari þjónustu. Miðskráning og samvinna um bókakaup, ennfremur sameiginleg upplýsingaþjón- usta, allt tíðkast þetta í almenningssöfnum engu síður en í háskólasöfnunum; tölvu- kerfi eru notuð til að geta komið við enn betri þjónustu; hinni nýju fjölmiðlunar- tækni er raunar enn meira beitt í almenningssöfnum en söfnum háskólanna. Verið er að leggja net, sem kalla mætti „fjölþráðanet“, er tengir ekki aðeins almenningssöfn hvert öðru og rannsóknarbókasöfn innbyrðis, heldur hvers konar söfn á tilteknu svæði eða umdæmi, svo að notendur hvar sem er innan vissra endimarka hafi jafnan aðgang að þeim fjársjóði heimilda, sem varðveittur er í samanlögðum söfnunum. Gagnkvæm not og réttur til að fá að láni verða enn algengari; samvinnu milli safna bæði um aðgerð og þjónustu hefur þegar í mörgum tilvikum verið komið á. Þjónusta við alla þegna samfélagsins er þegar farið að verða annað en orðin tóm, því að nú er leitað sameiginlegrar lausnar á mörgum þeim viðfangsefnum, sem drepið hefur verið á í erindi þessu. Ykkur er auðvitað ljóst, að margt af því, sem hér hefur verið lýst, er í fjölda safna engan veginn orðið að veruleika eða einu sinni farið að hugsa fyrir því. Á hinn bóg- inn er margt af þessu miklu minna en það, sem fáein söfn eru þó þegar farin að gera. í stóru landi sem Bandaríkjunum eru þjónusta, fjárstuðningur, undirtektir og jafnvel framtíðarhugsjónir afar mismunandi, og er það ein af ástæðunum til þess, að áhugi er vaknaður á eins konar landsáætlun - t. a. m. Landsnefnd í bókasafna- og upplýsinga- málum, er stuðlað gæti að því að jafna að nokkru þennan mismun. Eg er vís til að gera fullmikið úr þeirri einingu, sem ríkir um þessi markmið, og úr fúsleika manna til að fórna nokkrum stundarhagsmunum til þess að ná fjarlægara langtímamarki. Þetta eru sem sé mínar kenjar: sú gróna sannfæring, að við séum í fyrsta lagi bóka- verðir, en í öðru lagi bókaverðir í háskólabókasöfnum, almenningsbókasöfnum, skrán- ingar- eða upplýsingalið. Og í hvert sinn, sem örlar á dálítið hughreystandi breytingu í átt til virkilegrar staðfestingar á þeirri sannfæringu, hneigist ég til að gefa henni sérstakan gaum. Þótt nauðsynlegur varnagli sé sleginn með þessari áráttu minni, trúi ég því, að við þokumst enn nær þessu merki, og mér finnst það vera uppörvandi. Á sama hátt og Charles Dickens lýsti fyrrum öðru byltingarskeiði, þá eru þetta beztu tímar og hinir verstu - það er vor vonarinnar og vetur örvæntingarinnar Eftir viðhorfi hvers og eins getur hann virt hlutina fyrir sér skelfingu lostinn eða bent á þá með stolti. Ég hef kosið að vera hlutlaus - að skýra frá málavöxtum fremur en taka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.