Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 58
GRÍMUR M. HELGASON Jón Jónsson í Simbakoti og handrit hans Hann var einn af þessum þegjandi fjólda, sem haldinn var óslókkvandi þrá eftir bókum. Jón hét hann og var Jónsson, fæddur í Óseyrarnesi við Ölfusárósa 1. september 1834, sonur hjónanna Ólafar Þorkelsdóttur frá Simbakoti á Eyrarbakka og Jóns Jónssonar bónda og formanns í Óseyrarnesi. Jón yngri ólst upp við þau störf, sem í þá daga voru algengust til sjós og lands, og með það vegarnesti hélt hann að heiman á tuttugasta aldursári og settist að á Eyrarbakka og átti þar heimili upp frá því, lengst af í Simbakoti, Jón Jónsson húsmaður í Simbakoti. Hann dó í Einarshöfn 14. júlí 1912, þurfamaður samkvæmt því sem segir í kirkjubók, 78 ára að aldri, ókvæntur og barnlaus. Um skeið var Jón bóndi í Simbakoti, og formaður var hann allmörg ár í Þorláks- höfn og gerði út skip, sem hét Farsæll. Foreldrar Jóns voru vel efnum búnir, og í arf eftir þau fékk hann hlut í Óseyrarnesi, sem hann lét síðar í makaskiptum fyrir Eystri- Þurá í Ölfusi, en um það er lauk var farið að sneyðast um fémuni hans. Bjarni Guðmundsson ættfræðingur kemst á þá leið að orði um Jón í Simbakoti, að hann hafi veri fræðimaður svo mikill, að enginn hafi jafningi hans fundist á Eyrarbakka, hann hafi safnað ógrynni miklu af bókum og handritum, verið maður vel að sér, hagur, stilltur og lítill vexti.1 Við þetta bætir Guðni Jónsson prófessor, aðjón hafi tíðum haldið skrifara til þess að rita eftir handritum, sem hann hafi fengið léð í því skyni; bókasafn hans hafi tvístrast að honum látnum, en sumum bókanna hafi hann tapað áður í lánum.2 Blaðið Suðurland gat látsjóns í lítilli frétt hinn 3. ágúst 1912: „Dáinn fyrir skömmu Jón Jónsson í Einarshöfn, háaldraður bóka- og fróðleiksmaður og mörg- um að góðu kunnur.“ Að öðru leyti eru prentaðar heimildir fáorðar um Jón, en þó sammæltar því, sem núlifandi menn kunna gleggst af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.