Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 50
FINNBOGI GUÐMUNDSSON Um varðveizlu bókakosts og annarra gagna Erindi flutt á fundi Félags bókavarða í íslenzkum rannsóknarbókasöfnum Formaður hefur beðið mig að skýra hér að nokkru frá ráðstefnu þeirri um varðveizlu bókakosts og annarra gagna, er Samtök landsbóka- varða gengust fyrir í samvinnu við UNESCO og IFLA dagana 7.-10. apríl 1986, en ráðstefnustaðurinn var Þjóðbókasafnið í Vín. Þátttakendur voru um eitt hundrað frá um 60 löndum, því að auk forstöðumanna Þjóðbókasafna víðs vegar að úr heiminum sóttu ráðstefnuna ýmsir sérfræðingar og fólk, er að varðveizluþættinum vinnur. Ráðstefnan var sett mánudaginn 7. apríl, en stóð síðan næstu þrjá daga eða til fimmtudagskvölds. Þriðjudag og fimmtudag voru haldnir allsherjarfundir, en miðviku- daginn voru fluttir samtímis tveir fyrirlestrar, hvor á sínum stað, þannig að menn urðu að velja á milli. En fyrirlestrarnir lágu fyrir í upphafi ráðstefnunnar fjölritaðir, og ég er hér með allan bunkann. Þjóðbókasaf'nið í Vín vann mikið og gott undirbúningsverk í samvinnu við sérstaka nefnd, og var formaður hennar William J. Welsh, aðstoðarforstöðumaður Library of Congress. Einn bandarísku þátttakendanna Rutherford Rogers, fyrrum for- stöðumaður bókasafns Yaleháskóla, tók að sér að ílytja í ráðstefnulok yfirlit um hana, og kvaðst hann hafa tekið það saman í byrjun apríl og haft þá undir höndum 32 af41 framsöguerindi alls. Hann flokkaði yflrlitið í þrennt, fjallaði fvrst um hinn ntikla vanda, er okkur væri á höndum í þessu efni, þar næst um það, hvað til ráða væri til að leysa þennan vanda, svo sem um meðhöndlun, geymslu og varðveizlu rita og annarra gagna, ennfremur breytingu úr einu formi í annað, svo sem við myndatöku, og loks ræddi hann um áætlanagerð um samræmdar aðgerðir. Niðurstöður framsögumanna úr ýmsum löndum bentu til, að um fjórðungi bókakostsins í rannsóknarbókasöfnum væri hætt, en þá ráð fvrir því gert, að frávik væri frá þessu í einstökum löndum og við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.